Ég var kölluð Öldungur í grunnskóla... reyndar var þetta aðili sem bætti -ungur á eftir nöfnum okkar vinkvennanna (Örnungur, Álfungur). En mín pæling er þessi; hvenær fer þetta að vera réttnefni? Nú fer að síga á síðasta hluta fyrsta aldarfjórðungsins, þegar ég var yngri var fólk á þessum aldri (25), gamalt! Ég er strax byrjuð að finna fyrir nostalgíu, en það er víst öllum eðlilegt að horfa tilbaka með tár í augum yfir þann tíma sem er liðinn. Fortíðin er miklu betri þegar maður horfir á hana úr fjarlægð.
1 Comments:
Já vina mín "Öldungur" tíminn líður alltof hratt.
Langt síðan grunnskólinn var kláraður og í ár eru 5 ár frá því að við útskrifuðumst úr framhaldsskóla. Og þegar hugsað er til baka til ársins 2000 finnst mér ég hafa bara enn verið krakki þá.
By Nafnlaus, at 2:42 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home