Gleðilegt Nýtt ÁR
Hamingja hamingja.... 2005.... hvernig verður það! 2004 var alveg ágætis ár! Flutti úr hreiðrinu, svona fyrir alvöru alla vega (næstum því, hef eytt síðustu dögum í Hreiðrinu). Gerðist samt ekkert svaka mikið en þetta var samt alveg ágætis ár eins og ég hef sagt áður.
Alveg frábær jól líka, þrátt fyrir mikið svefnleysi sem ég bætti upp með næstum sólarhringslúr. Fékk alveg stórgóðahluti og skemmtilega, teljum nú upp pönnukökupönnu og matreiðslubók, kokkabókastand, steikarhnífasett. Geisladiska, bækur, teppi, hálsmen, tölvuleik, gjafakort í Kringluna og alveg fullt fleira! Þakka bara kærlega fyrir mig! Var aldrei þessu vant ekkert að vinna yfir jólin, mjög þægilegt, mjög skrýtið. Einhverjar 2 frekjudósir sem heimta að ég verði heima um næstu áramót, langar til þess svona einu sinni.. ætla alltaf að vera heima en svo freistar mín alltaf þessi blessaða aukavinna!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home