Aldan

miðvikudagur, júní 30, 2004

Ég er búin að finna föt fyrir brúðkaupin!! ;) Ætla samt að reyna að fata mig eitthvað meira, vantar föt! Æðislegt að geta spanderað smá! Nú vantar mig skemmtilegar hugmyndir að brúðkaupsgjöfum!

Það er ekki mér að kenna að bloggið er svona klikkað!

Lafði Alda er nú bara næstum réttnefni :) hehe.... nei segi svona. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að hitta krónprins Noregs, Hákon og hans konu, Mette-Marit. Det var svo dejligt. Nú get ég sagt eftirfarandi frasa... Hákon og ég... þegar ég hitti Hákon, ég og Mette-Marit erum like this og krosslagt puttana ;) Nei, svona í alvöru þá var mér boðið í móttöku í Norræna húsinu, þar fengum við að heilsa kóngafólkinu, éta snittur og drekka vín!

Sýningargripir!
Það var samt alveg ótrúlega fyndin sjón þegar þau komu inn í salinn! Fólkið var bæði í salnum og frammi en þegar hjónin gengu inn í salinn þá hrúgaðist það í kringum það! Það myndaðist svona smá verndarhringur utan um þau og enginn þorði nær! Allir störðu og svo var bara þögn, fólk var að byrja að klappa en það héldu flest allir á glösum þannig það náðist aldrei upp nein stemmning fyrr en eftir svona 3 óþægilegar mínútur, allir störðu bara á aumingja hjónin og þau á fólkið til baka! Eftir klappið þá minnkaði spennan í salnum en fólkið hreyfðist ekki, hélt bara áfram að stara þar til einhver hugrakkur gekk upp að þeim og heilsaði. Þá myndaðist allt í einu svaka röð og allir fengu að heilsa þeim með handabandi og sumir spjölluðu jafnvel smá við þau.
Hvernig ætli sé að lifa svona lífi?? Hugsa sér alla sýklana!! Þau tóku í hendina á um það bil 100 manns áður en röðin kom að mér, ojj bara! Verða þau aldrei veik??

Jæja, ég get núna sagt að ég hafi "hangið" með kóngafólki! ;)

Ps. Hákon er ekki jafn hávaxinn og ég hélt (gæti verið út af því ég var í hælum!) en hann jafnvel myndarlegri í eigin persónu! ;)

miðvikudagur, júní 23, 2004



How to make a Aldan
Ingredients:

5 parts success

5 parts self-sufficiency

5 parts instinct
Method:
Layer ingredientes in a shot glass. Add caring to taste! Do not overindulge!

miðvikudagur, júní 16, 2004

Komin heim í heiðardalinn1 :)
Þetta er nú orðið slæmt þegar maður fær heimþrá eftir einungis eina nótt í burtu. Allir fengu reyndar heimþrá, meira að segja kötturinn. Ég held að veðrið hafi spilað þarna stórt inn í, en við fengum ömurlegt veður! Þetta var samt góð ferð, þrátt fyrir heimþránna, rokið og rigninguna.

Arna fór að tala um nágranna þá mundi ég eftir því að fyrir nokkrum vikum síðan þá var allsherjarpartí í blokkinni á móti hjá mér. Tvö partý, eitt á efstu og eitt á neðstu sem tengdust og krakkarnir voru flakkandi á milli með allt opið upp á gátt og tónlistina í botni. Um 3 leytið um nóttina þá byrjaði þetta svaka rifrildi um stelpu sem ásakaði strák um að hafa slegið sig (mjög hljóðbært í portinu sko). Allavega það byrjuðu þarna svaka slagsmál, einhverjir 10-20 krakkar sem voru þarna úti og sífellt fleiri að bætast í hópinn, svo kemur löggubíll, svo annar og sá þriðji og löggurnar á harðaspani að elta krakka út um allt. Þvílíkt sjóv! Ekkert smá fjör að fylgjast með þessu. Þetta er samt í fyrsta skipti sem ég sé lögregluna bregðast svona fljótt við, ég bý við hliðina á löggustöðinni og á mjög skrautlega nágranna sem lenda oft í henni en þeir hafa aldrei verið jafnfljótir og þarna að koma.

fimmtudagur, júní 10, 2004

En hvað ég er fegin að vera ekki á Flórída núna! Stormur út vikuna takk fyrir

Við Anna erum búnar að fjárfesta í tveimur murder mystery borðspilum á ebay! Nú er bara spurning hversu langan tíma tekur að senda spilin til landsins!!


Which O.C. Character Are You? Find out @ She's Crafty

Hver á að sjá um að tæma pósthólfið mitt meðan ég er uppi í bústað??? Hver pantaði rigningu um helgina??? Anna, ég hélt þú hefði skipað veðurguðunum að hafa sól!

Ég keypti Leonardo og CO spilið í Bt í dag, keypti reyndar Hringadróttinspilið líka, það verður sko spilað í sumarbústaðnum! Það sleppur enginn!!! Við Anna kíktum aðeins á spilin áður en ég fór í vinnuna (þegar sumir áttu að vera að leggja sig!), það þarf nú bara prófgráðu til að skilja það, svaka bæklingar sem fylgja. Leonardo spilið virtist ágætt... samt ekkert Trivial!

Ég held að handþurrkur sé orsök margra geðkvilla.

Ég er að klikkast hérna....

Ég gat skráð mig úr prófunum á netinu! En hvernig stendur á því að ég var skráð í þessi próf?? Hvernig getur þessi ruglingur átt sér stað!! Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem nemendaskráin klúðrar málum.

Neglurnar á mér eru ógeðslegar!!! Arna, hvað um smá manicure??

Hvernig stendur á því að ég er skráð í 2 sumarpróf sem ég hef ekki skráð mig í??? Í fögum sem ég er að fá 8 og 8.5 í? Ég ætlaði barasta ekkert að taka sumarpróf í þessum fögum. ARG, nemendaskrá ætti að vera opin allan sólarhringinn!

Sleepy... SLEEPY!!

Mig langar svo heim að sofa... SOFA! Sumarbústaður á morgun! Get ekki beðið.. á eftir að gera svo mikið í dag. Gerði SVO mikið í gær líka, fór með krökkunum í bæinn og keypti afmælisgjöf handa Rakel, bauð þeim svo út að borða. Náði svo í Önnu og fór í bæinn með henni líka! Ég pantaði líka tíma hjá augnlækni og tannlækni, ég þarf að bíða í einn og hálfan mánuð eftir að komast að hjá þeim. Þetta er alveg rosalegt hvað maður þarf alltaf að bíða eftir að fá tíma hjá læknum, margra mánaða biðlisti. Annars er þetta boring, það nennir enginn að lesa um svona hluti.

Mig langar í Sony Ericsson Z600!! Hann er svo flottur! Ég er samt enn að borga símann minn. Ekki sanngjarnt!

þriðjudagur, júní 08, 2004

Jæja.. ekki var þetta nú merkileg helgi. Sat heima og gerði ekki rassgat... jú.. ég bakaði á sunnudag. Leiðinlegt að vera svona slappur... það er eins gott að ég verði komin í lag fyrir föstudaginn! Annars vaknaði ég kl 8 í morgun, fór að taka til í skápnum mínum! Það var ógeðsleg lyktin af fötunum mínum, tók þau í einn og hálfan svartan ruslapoka og sendi til múttu í þvott!! Frændi minn var svo hissa þegar hann frétti að ég væri vakandi svona snemma og hvorki að koma úr vinnunni né fara í vinnu. Hann sagði að þetta væri eins og að sjá leðurblöku um hábjartan dag! Ég veit ekki hvort ég ætti að móðgast eða ekki!

Sumarbústaðarferðin nálgast! Bíllinn er í góðu lagi, þurftum ekki að skipta um tímareim, það var víst búið að því!! Mútta keypti áklæði og startkapla... hann er reddý í ferðina! Get ekki beðið eftir því að komast úr bænum!

Er ekki enn búin að fá frá LÍN :( :( :( þetta er soldið leiðinlegt....

föstudagur, júní 04, 2004

Sko, tuð borgar sig alveg! Fékk email frá kennaranum mínum, einkunninn kemur í hús seinna í dag :) Bölva svoleiðis tölvunum að lesa ekki commentin í Word skjalinu, annars gæti ég séð einkunnina núna! En þar sem hún segir orðrétt: good luck with your future studies in the English Department þá er ég orðin bjartsýn með það að hafa náð! Fékk líka 2 aðrar smávægilegri einkunnir úr öðrum verkefnum, 8 og 9.5! Allt lítur bara vel út, sólin skín, það eina sem gæti toppað þetta er ef fyrir eitthvað kraftaverk að ég myndi fá lánið borgað út í dag!! Maður ætti samt kannski ekki að storka heilladísunum og sætta sig við það sem maður fær!

Ég mæli með því að fólk downloadi Arrested Developement þáttunum af netinu! Þeir eru hrein snilld. Tvö orð, George Michael!! SNILLD ALVEG!

Ætli kennarinn minn sé of upptekin við það að leika í sjónvarpsauglýsingum að hún hafi ekki tíma til að fara yfir ritgerðina mína?

Hverjum hefði dottið í hug að það væri svona mikill munur að keyra bíl með vökvastýri og bíl án þess. Eftir að hafa keyrt Opelinn þá eru þetta bara átök að keyra Löduna. Ég var búin að gleyma hvað það er gaman að keyra sjálfskiptan :)

Ég fékk að heyra smá af Prince tónleikum beint frá USA hérna áðan :) I love my job :)

Jæja.. á nú bara eftir að fá eina einkunn! Tók ekki einu sinni próf í því fagi, skilaði inn verkefnum og ritgerðum og síðustu í lok apríl! ARG afhverju tekur þetta svona langan tíma. Ég er búin að ná öllu sem komið er, þori samt ekki að vera of bjartsýn með þessa síðustu þar sem hún er mikilvægust. Vil ekki gera mér neinar vonir, allt veltur á síðustu ritgerðinni.

fimmtudagur, júní 03, 2004

Ég er enn að bíða eftir einkunnunum!!! Þetta er forskammað!

Brúðkaup! Ég fer víst í 2 brúðkaup í sumar, ekki hjá ættingjum heldur eru vinkonur mínar að gifta sig. Ég stefni á að kaupa einhver föt í tilefni þeirra, kominn tími til. Það er soldið síðan ég fór í brúðkaup, held það hafi verið Fríðu og Lalla brúðkaup sem ég fór síðast í, 2 ár síðan! Annað brúðkaupið verður með alþjóðlegu ívafi þar sem brúðkaupsgestirnir koma frá hinum ýmsu hornum heimsins (ef horn mætti kalla), Suður-Afríku, Ástralíu, Noregi og Íslandi. Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði soldið skrautlegt! Svo er Solla vinkona að festa ráð sitt með honum Sjonna sínum, það verður gaman að sjá :) Brúðkaupin verða í sömu vikunni, hvernig væri stelpur að dreifa þessu aðeins, ha??? Maður finnur að maður er orðinn gamall þegar vinkonurnar eru farnar að fljúga út!

Held ég sé búin að smita Hebu af triviu bakteríunni!! Enn önnur fallin í valinn muhahaha

Anna var ýkt sæt, kom með 1001 nótt í vinnuna! Hafði gleymt henni heima og sagði mömmu frá þessu, hún sendi Önnu af staði með nesti og nýja skó! Ég er svo dekruð, sparaði mér ferð niður í bæ í fyrramálið! Ég er samt að lesa bókina allt of hægt, er enn á fyrsta bindi, það eru komnar 2 vikur síðan ég byrjaði á henni! Þetta gengur ekki lengur, ég á 2 önnur bindi eftir. Ég verð allt sumarið að klára þetta. Reyndar er ég að lesa Stephen King líka en samt.. var vön að gleypa svona stykki á innan við viku!

þriðjudagur, júní 01, 2004

Ómar Ragnarsson reyndi að drepa mig um daginn! Hann keyrði næstum því á mig á litla bláa bílnum sínum, hann kom brunandi inn á akreinina í bullandi órétti! Ég hefði kannski átt að biðja hann um eiginhandaráritun :OP

Mér er svo heitt... vá.. allir gluggar opnir og viftan á fullu, fór meira að segja í kalda sturtu fyrir vinnu. Ekkert dugar ég er enn í bullandi svitakófi, ef ég væri nokkrum árum eldri myndi ég halda að ég væri farin að þjást af tíðahvörfum. Gott að vita betur, þetta er bara hitinn sem ræður ríkjum, hefði átt að hringja mig inn veika.. o jæja... ég kaupi kannski gleraugu næstu mánaðarmót fyrir aukapeninginn.
Sá Simone fyrir nokkrum dögum, nú mér er illt í öðru auganu og sé bara fyrir mér kallinn með krabbameinið!

Kim Larsen er fínn!