Aldan

fimmtudagur, júní 03, 2004

Brúðkaup! Ég fer víst í 2 brúðkaup í sumar, ekki hjá ættingjum heldur eru vinkonur mínar að gifta sig. Ég stefni á að kaupa einhver föt í tilefni þeirra, kominn tími til. Það er soldið síðan ég fór í brúðkaup, held það hafi verið Fríðu og Lalla brúðkaup sem ég fór síðast í, 2 ár síðan! Annað brúðkaupið verður með alþjóðlegu ívafi þar sem brúðkaupsgestirnir koma frá hinum ýmsu hornum heimsins (ef horn mætti kalla), Suður-Afríku, Ástralíu, Noregi og Íslandi. Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði soldið skrautlegt! Svo er Solla vinkona að festa ráð sitt með honum Sjonna sínum, það verður gaman að sjá :) Brúðkaupin verða í sömu vikunni, hvernig væri stelpur að dreifa þessu aðeins, ha??? Maður finnur að maður er orðinn gamall þegar vinkonurnar eru farnar að fljúga út!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home