Aldan

miðvikudagur, júní 30, 2004

Lafði Alda er nú bara næstum réttnefni :) hehe.... nei segi svona. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að hitta krónprins Noregs, Hákon og hans konu, Mette-Marit. Det var svo dejligt. Nú get ég sagt eftirfarandi frasa... Hákon og ég... þegar ég hitti Hákon, ég og Mette-Marit erum like this og krosslagt puttana ;) Nei, svona í alvöru þá var mér boðið í móttöku í Norræna húsinu, þar fengum við að heilsa kóngafólkinu, éta snittur og drekka vín!

Sýningargripir!
Það var samt alveg ótrúlega fyndin sjón þegar þau komu inn í salinn! Fólkið var bæði í salnum og frammi en þegar hjónin gengu inn í salinn þá hrúgaðist það í kringum það! Það myndaðist svona smá verndarhringur utan um þau og enginn þorði nær! Allir störðu og svo var bara þögn, fólk var að byrja að klappa en það héldu flest allir á glösum þannig það náðist aldrei upp nein stemmning fyrr en eftir svona 3 óþægilegar mínútur, allir störðu bara á aumingja hjónin og þau á fólkið til baka! Eftir klappið þá minnkaði spennan í salnum en fólkið hreyfðist ekki, hélt bara áfram að stara þar til einhver hugrakkur gekk upp að þeim og heilsaði. Þá myndaðist allt í einu svaka röð og allir fengu að heilsa þeim með handabandi og sumir spjölluðu jafnvel smá við þau.
Hvernig ætli sé að lifa svona lífi?? Hugsa sér alla sýklana!! Þau tóku í hendina á um það bil 100 manns áður en röðin kom að mér, ojj bara! Verða þau aldrei veik??

Jæja, ég get núna sagt að ég hafi "hangið" með kóngafólki! ;)

Ps. Hákon er ekki jafn hávaxinn og ég hélt (gæti verið út af því ég var í hælum!) en hann jafnvel myndarlegri í eigin persónu! ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home