Komin heim í heiðardalinn1 :)
Þetta er nú orðið slæmt þegar maður fær heimþrá eftir einungis eina nótt í burtu. Allir fengu reyndar heimþrá, meira að segja kötturinn. Ég held að veðrið hafi spilað þarna stórt inn í, en við fengum ömurlegt veður! Þetta var samt góð ferð, þrátt fyrir heimþránna, rokið og rigninguna.
Arna fór að tala um nágranna þá mundi ég eftir því að fyrir nokkrum vikum síðan þá var allsherjarpartí í blokkinni á móti hjá mér. Tvö partý, eitt á efstu og eitt á neðstu sem tengdust og krakkarnir voru flakkandi á milli með allt opið upp á gátt og tónlistina í botni. Um 3 leytið um nóttina þá byrjaði þetta svaka rifrildi um stelpu sem ásakaði strák um að hafa slegið sig (mjög hljóðbært í portinu sko). Allavega það byrjuðu þarna svaka slagsmál, einhverjir 10-20 krakkar sem voru þarna úti og sífellt fleiri að bætast í hópinn, svo kemur löggubíll, svo annar og sá þriðji og löggurnar á harðaspani að elta krakka út um allt. Þvílíkt sjóv! Ekkert smá fjör að fylgjast með þessu. Þetta er samt í fyrsta skipti sem ég sé lögregluna bregðast svona fljótt við, ég bý við hliðina á löggustöðinni og á mjög skrautlega nágranna sem lenda oft í henni en þeir hafa aldrei verið jafnfljótir og þarna að koma.
Þetta er nú orðið slæmt þegar maður fær heimþrá eftir einungis eina nótt í burtu. Allir fengu reyndar heimþrá, meira að segja kötturinn. Ég held að veðrið hafi spilað þarna stórt inn í, en við fengum ömurlegt veður! Þetta var samt góð ferð, þrátt fyrir heimþránna, rokið og rigninguna.
Arna fór að tala um nágranna þá mundi ég eftir því að fyrir nokkrum vikum síðan þá var allsherjarpartí í blokkinni á móti hjá mér. Tvö partý, eitt á efstu og eitt á neðstu sem tengdust og krakkarnir voru flakkandi á milli með allt opið upp á gátt og tónlistina í botni. Um 3 leytið um nóttina þá byrjaði þetta svaka rifrildi um stelpu sem ásakaði strák um að hafa slegið sig (mjög hljóðbært í portinu sko). Allavega það byrjuðu þarna svaka slagsmál, einhverjir 10-20 krakkar sem voru þarna úti og sífellt fleiri að bætast í hópinn, svo kemur löggubíll, svo annar og sá þriðji og löggurnar á harðaspani að elta krakka út um allt. Þvílíkt sjóv! Ekkert smá fjör að fylgjast með þessu. Þetta er samt í fyrsta skipti sem ég sé lögregluna bregðast svona fljótt við, ég bý við hliðina á löggustöðinni og á mjög skrautlega nágranna sem lenda oft í henni en þeir hafa aldrei verið jafnfljótir og þarna að koma.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home