Aldan

föstudagur, júní 04, 2004

Sko, tuð borgar sig alveg! Fékk email frá kennaranum mínum, einkunninn kemur í hús seinna í dag :) Bölva svoleiðis tölvunum að lesa ekki commentin í Word skjalinu, annars gæti ég séð einkunnina núna! En þar sem hún segir orðrétt: good luck with your future studies in the English Department þá er ég orðin bjartsýn með það að hafa náð! Fékk líka 2 aðrar smávægilegri einkunnir úr öðrum verkefnum, 8 og 9.5! Allt lítur bara vel út, sólin skín, það eina sem gæti toppað þetta er ef fyrir eitthvað kraftaverk að ég myndi fá lánið borgað út í dag!! Maður ætti samt kannski ekki að storka heilladísunum og sætta sig við það sem maður fær!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home