Aldan

fimmtudagur, maí 29, 2003

Mætt í vinnu, í sumarskapi! Fór í Nettó... rosaleg tilboð... keypti vikuskammt af kjúlla handa mömmu! Svitinn bókstaflega lak af manni.. þurfti að kæla mig með kjúlla!! Reyndar er ég komin með leið á kjúkling! Það er ekki annað í matinn á Skúló.. aumingja Anna! Meira að segja kötturinn lítur ekki lengur við þessu... heimtar bara rækjur! Amma hefur smitast líka.. .það var kjúlli áðan í hádegismat.. svona í hátíðarskyni... Takk Amma.. vel þegið :0( *gúlp*

Vaknaði upp við æðislegar fréttir :o) ég elska vinnustaðinn minn... fékk útborgað.. hélt að ég myndi ekki fá borgað fyrr en í fyrsta lagið seinni partinn á morgun.. en nei.. ÉG á pening NÚNA!!! :):):):)

miðvikudagur, maí 28, 2003

Ég las eitt gott í grein í Nýju Lífi um daginn, þar var kona að segja að hún væri orðin svo þreytt á því að svara spurningunni afhverju hún væri ekki búin að finna maka!! Hún las svo grein á netinu og nú þegar hún er spurð segir hún: hann er bara svo óheppinn að vera ekki búinn að finna mig!!! Einnig segir hún að málið sé ekki að finna ,,rétta" aðilann heldur að VERA ,,rétti" aðilinn :o)

Álfrún er víst að fara til Austurríkis á föstudagsmorguninn, hún ákvað að taka áhættuna eftir miklar pælingar... ég öfunda hana þvílíkt!!! Hún verður úti í 2 mánuði.... nú er bara spurning hvort maður hafi efni á því að hitta hana í Köben á leið heim?? ;O)

Til hamingju Sara með útskriftina!!!

mánudagur, maí 26, 2003

Mér er illt í puttunum :( Finnst ég ætti að fá að fara heim :( 2 puttar gagnslausir sem er ekki mjög gott í þessari vinnu :(

Var sátt við Evróvision.... Birgitta átti nú samt skilið að vera ofar á listanum.... góð framkoma.. ágætt lag.. lélegur framburður samt :OP 6 sætið hefði verið fínt.. þá hefði ég alla vega unnið veðmálið... vinningurinn var nú samt ekkert sérstakur.. sá sem vann á að halda næsta partý.. allir alveg að vona að vinna ekki... Nína spáði 20 sæti.. örugglega bara út af því LOL....
Þetta var annars fínt kvöld... svaf til um 17 leytið enda hafði verið á næturvakt kvöldinu áður.. fór beint í mat til strákanna... rosa gott grill... svo var tittað po t.v. rosa spennó.... æsingur í sumum.. sumir kunnu ALLA textana ;O) eða svona næstum því! Dáldið Skerý.. eftir keppnina héldum við beint á Broadway til að fá enn meiri Júróskammt.... á Júrósjóvinu, ég og Kalli urðum dáldið hissa að sjá fyrrverandi yfirmann okkar í einu aðalhlutverkanna.... mjög fyndið.. hann stóð sig nú samt ágætlega mínus Dönu atriðið.. en það var búningurinn en ekki framkoman sem var slæmur! Krakkarnir voru alveg í essinu sínu og byrjuð fljótlega að dansa.... Hanna hermdi eftir einni 50tugri og endaði uppi á borði..... meira að segja Danny auminginn sem kunni ekkert af þessum lögum endaði í svaka sveiflu!! Eftir sjóvið datt stemmningin aðeins niður... öll Reykjarvíkurfríkin mínus ég flæddu inn á dansgólfið og byrjuðu að tjútta! Þeir 3 sem stóðu uppúr voru íhaldið, klæðskiptingurinn og spaðagosinn! Íhaldið var maður á 60tugs aldri, klæddur í jakkaföt og flotterí... tjúttaði við yngri konu með aðra hönd fyrir aftan bakið á sér allan tímann... rosa flott spor hjá kallinum.. léttur eins og lundi (ehhh eða eitthvað). Svo var klæðskiptingurinn... maður/kona... með sítt aflitað hár með svaka rót... klæddur í leðurbuxur, leðurvesti og leðurskyrtu.. nei veit ekki með skyrtuna... greinilega anorexíusjúklingur... spaðagosinn var svo klæddur eins og hann væri að taka þátt í hundasýningu, dansaði við sjálfan sig.... æji.. má ekki vera vond.. þeir voru alla vega með meiri ,,NERVE" en ég! Þorðu út á gólfið!

laugardagur, maí 24, 2003

Ég skelli sko á þá hiklaust sem kalla konu pólitíkusa ódýrar mellur! Ókurteisi í fólki... fólk að flippa út.. greinilega allir að drekkja sorgum sínum yfir því að þurfa að punga út fyrir Júrósjóvinu að ári liðnu (hint hint)

Voðalega eru menn bjartsýnir.. Gísli og Logi eða Gög og Gokke spá íslandi bara 8-10 sæti!!! KOMMON.... gefið henni smá sjéns.. kannski eru þeir bara að halda sig á grunna vaðinu enda skit#ð á sig svo oft áður....svo verða þeir rosa hissa þegar hún lendir í 2 sæti... nei við vissum þetta alveg segja þeir þá og reyna að brjóta meiksteypuna á feisinu með því að brosa :O)

Var að lesa á Mbl að rúta hefði keyrt á skýli á Akureyri.. ætli Ingó frændi sé þar á ferð ;o)

ÉG er SVOOOO syfjuð :( er á næturvakt...... bara 4 tímar eftir! Stórt kvöld á morgun.. eða í dag... fer eftir því hvernig maður lítur á þetta... það er byrjað að birta aftur þannig að ég segi í dag! Ég vona að við lendum í efstu 5 sætunum.. verð himinglöð ef við lendum í 2 en fúl ef við lendum í 1! OF dýrt samkvæmt Örnu , hún er búin að ýta þessari hugsun upp á mig og nú losna ég ekki við hana.... verð bara taugaveikluð ef ég hugsa um þetta... Hlakka samt rosa til.... alltaf góð stemmning á Júrókvöldum, ætlum að hittast heima hjá K og Ö, þar verður grillað og drukkið og sungið og dansað... alla vega mun Karlinn gera það ;0)
ÉG er greinilega komin úr æfingu.. sjaldan verið eins syfjuð á næturvakt.... Tók með mér þykkan doðrant samt, The Stand... hún er æðisleg.. bara svo fúlt hvað ég fer hægt í hana... bara komin á bls 500 :( samt búin að vera með hana í viku.... reyndar var ég líka að lesa Vini, the complete Guide! Fyrir þá sem ekki vita er The Stand eftir meistarann Stebba King, fjallar um þegar svaka vírus drepur næstum allar mannverur, og sum dýr líka. Eftir þetta skiptast allir í góða eða slæma og baráttan er mikil þar á milli. Las hana seinast þegar ég var í 10 bekk..... 1100 bls ;) rétt hálfnuð!

fimmtudagur, maí 15, 2003

Ég er með bókasýki, fór á bókasafnið á mánudaginn og var í himnaríki, mátti taka eins margar bækur og ég vildi og þykkar sem þunnar þar sem skólinn er búinn í bili og sektarkenndin yfir því að stíga fæti þar inn er komin í sumarfrí!!!! Fékk hringingu um daginn, það var Edda, miðlun og útgáfa... þeir voru að selja bækur... keypti Íslensku Orðabókina, fékk 3 bækur með henni og 3000kr afslátt :), fór svo í Eymundsson í gær og keypti svaka þykka bók, Ghosts (haunted places, haunted houses og haunted people) á góðum díl! Ég veit samt ekki hvar ég á að koma þessu öllu fyrir... er nú þegar búin að fara með helminginn af bókunum mínum niður í geymslu og hillurnar eru samt fullar :(:(:( Hefði nú átt að spara peninginn frekar... veit ekki hvort ég eigi fyrir bensíni aftur suður hehe!! ;0) Það kemur í ljós.. annars væri ég svo sem til í að taka bara tjald með og gista nokkrar nætur á meðan ég afla mér peninga með því að veiða fisk og selja hann, gæti líka leigt mömmu og Önnu út í smá tíma, nóg af kynlífssveltum sveitungum þarna ;0)

Jæja.. komin tími til að ég bloggi smá... hef ekkert annað að gera fyrir utan að horfa á köttinn sleikja á sér djásnin! Ég er á leið í VARMÓ eftir einungis 12 klst!! Allt að gerast, mamma á afmæli í dag og systir hennar og bróðir systur minnar (dont' ask). Við fórum með hana í búðarleiðangur, planið var að fara út að borða líka en áætlunin breyttist vegna smá tæknigalla, fórum heim að pakka niður í staðinn!

Ég var eitthvað að rétta úr mér um daginn og virðist hafa teygt aðeins of mikið úr mér! Samkvæmt hljóðinu sem heyrðist er ég líklega bakbrotin :( eða þá með brjósklos eða bara þursabit! Bryð sterkasta Íbúfenið eins og brjóstsykur, hlakka ekki beint til að keyra norður. Kláraði prófin á mánudag :) var farin út úr seinasta prófinu eftir klst... afhverju eru prófin svona stutt... var með þvílíkt þykka bók.. .mikið af smáatriðum og prófið ekki nema 50 spurningar og ritgerð upp á 1-2 bls!!! Ég er vön að vera með svona 3-4 bls ritgerðarspurningar! Gat nú samt ekki annað en verið ánægð... fór svo á þriðjudag með Nínu og Hönnu í Smáralind.. fengum okkur að borða á Friday's... rosa kammó! ÉG er Frjáls eins og Fuglinn.... :) JIBBI OG JEI!!

laugardagur, maí 03, 2003

Þetta gæti náttúrulega verið maturinn! Fór á Grillhús Guðmundar... fékk mér lambasteik og tertu hússins.... kannski er þetta bara kryddið... I feel inspired! Æðislegur matur! Eyðsludagur.. ég meina útborgunardagur! Gæti verið það.. reyndar var það ekki ég sem eyddi mestum peningunum heldur hún systir mín! Örugglega enn dópuð af öllum verkjatöflunum eftir tanntökuna... stofan fékk hvorki meira né minna en 5 nýja púða og heimilið 3 kodda... nýtt áklæði á sófann, straubretti, stól og grill! Svo gæti þetta líka verið útblásturinn úr bílnum en pústið gaf sig í dag... 2 vikum fyrir brottför, destination Varmahlíð! Tákn.. hugsanlega! Dýrt.. pottþétt!

Jæja.. ekki meiri fróðleikur úr viskubrunni Öldunnar í bili! Ef þið viljið meira.. let me know! Annars var ég að breyta um lúkk á myndaalbúminu þar sem hitt trailið sagði mér að ég þyrfti að gjöra svo vel að borga 20 dali eða álíka fyrir mánaðaraðgang! Dónt' tínk só....

Já og þar sem ég er í svona Notice me stuði þá verðiði að skrifa í aðra hvora gestabókina mína! Surprise me ;o)

Annað hjálplegt sem bókin kennir okkur:
Hvernig áttu að þekkja í sundur mannverur og uppvakninga (Zombie)!
Uppvakningar virðast sljóir og eru stirðir í allri hegðun (vélrænt)!
Þeir eru nefmæltir!
Virðast hvorki hafa greind né viljastyrk!
Hér gæti ég verið að lýsa alls kyns fólki, Ólafur Ragnar Grímsson, George Bush hafa sum þessara einkenna! Vil samt helst ekki setja Ólaf R. í sama hóp og George þannig ætla ég bara að taka hann strax af þessum listanum ( hann er nokkuð klár kallinn þó hann sé stundum nefmæltur... sérstaklega þegar hann tekur þátt í Spaugstofunni!)
Betarokk, Tony Blair!
Hvað áttu að gera til að varnar því að ástvinir þínir verði að uppvakningum, nú jú þú getur tekið hausinn af líkinu, rist það á hol. Skotið byssukúlum í hausinn því, leyft því að rotna áður en það er grafið! Grafið líkið með hausinn niður og með hníf til verndar! Saumað saman munninn því líkið getur ekki verið kallað til starfar hjá hinu Illa ef það getur ekki svarað!
Þá er verið að tala um eftir að þeir hafa látist, hér er ég EKKi að stinga upp á neinu! Bara fræða :O)

Hið illa auga!!!
Varaðu þig á:
Fólki sem er rangeygt!
Fólki með blá eða græn augu!
Kirkjunnar mönnum!
Örvhentum!
Fólki sem temur dýr!
Dýrum eins og kisum, hönum, kanínum, hundum og refum! Úlfar, snákar og páfagaukar geta einnig verið varasamir!

Þetta eru allt einstaklingar sem geta hafti hið illa auga!! Sem sagt langflestir!!!

Þegar ég fór til Bna í vetur þá keypti ég einungis 2 bækur, önnur þeirra heitir The Little Giant Encyclopedia of Spells & Magic. Hér eru nokkur atriði sem finna má í bókinni!

Þegar maður geispar er til siðs að leggja hönd yfir munninn, ég hélt alltaf að þetta væri bara kurteisi en þetta er víst gömul trú að höndin sé til varnar að illir djöflar nái ekki bólfestu í þér!

Ástargaldrar:

1. Settu nokkra dropa af leðurblökublóði eða auga úr lævirkja í drykkinn hjá umræddum aðila!
2. Búðu til duft úr hjarta af dúfu, lifur af starra, maga úr svölu og nýru af hana. Settu næst svipað magn af þínu eigin blóð, þurrkuðu og duftkenndu saman við!

Ein leið fyrir stráka til að ná í stelpuna sem hann er hrifin af:
hann verður að gera mörg göt á appelsínu með nál og sofa svo með hana undir handarkrikanum. Næsta dag á hann að færa stelpunni appelsínuna og ef hún borðar hana þá mun hún elska hann!

Einn svona í smekklegri kantinum:
Taktu 2 nálar, sem eiga að tákna karl og konu (eða karl og karl eða konu og konu.. whatever suits you), nefndu þær og blessaðu. Settu oddinn á ,,karl" nálinni í gegnum augað á ,,kven"nálinni og með þræði í réttum lit (rautt fyrir losta, bleikt fyrir ást??) bindurðu þær saman (nálarnar).
Það er reyndar ekkert sagt hvað maður gerir svo við þær svo en maður getur spunnið eitthvað út úr því!

Fleiri leiðir til að næla í ástina:
Vera með krullótt hár! (Permó hír æ komm)
Klipptu neglurnar þínar 9 sunnudaga í röð!
Hitaðu epli upp undir handarkrikanum áður en þú borðar það!
Notaðu lokk af manneskjunni sem um ræðir í hattinum (ætli húfa sé ekki staðgengill á þessari öld)
Slíttu hár af stelpu (nokkur hár ekki lokk takk fyrir)
Grafðu lokk af elskunni og af þér saman og hann/hún mun elska þig að eilífu!