Aldan

fimmtudagur, maí 15, 2003

Ég er með bókasýki, fór á bókasafnið á mánudaginn og var í himnaríki, mátti taka eins margar bækur og ég vildi og þykkar sem þunnar þar sem skólinn er búinn í bili og sektarkenndin yfir því að stíga fæti þar inn er komin í sumarfrí!!!! Fékk hringingu um daginn, það var Edda, miðlun og útgáfa... þeir voru að selja bækur... keypti Íslensku Orðabókina, fékk 3 bækur með henni og 3000kr afslátt :), fór svo í Eymundsson í gær og keypti svaka þykka bók, Ghosts (haunted places, haunted houses og haunted people) á góðum díl! Ég veit samt ekki hvar ég á að koma þessu öllu fyrir... er nú þegar búin að fara með helminginn af bókunum mínum niður í geymslu og hillurnar eru samt fullar :(:(:( Hefði nú átt að spara peninginn frekar... veit ekki hvort ég eigi fyrir bensíni aftur suður hehe!! ;0) Það kemur í ljós.. annars væri ég svo sem til í að taka bara tjald með og gista nokkrar nætur á meðan ég afla mér peninga með því að veiða fisk og selja hann, gæti líka leigt mömmu og Önnu út í smá tíma, nóg af kynlífssveltum sveitungum þarna ;0)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home