Aldan

laugardagur, maí 03, 2003

Þegar ég fór til Bna í vetur þá keypti ég einungis 2 bækur, önnur þeirra heitir The Little Giant Encyclopedia of Spells & Magic. Hér eru nokkur atriði sem finna má í bókinni!

Þegar maður geispar er til siðs að leggja hönd yfir munninn, ég hélt alltaf að þetta væri bara kurteisi en þetta er víst gömul trú að höndin sé til varnar að illir djöflar nái ekki bólfestu í þér!

Ástargaldrar:

1. Settu nokkra dropa af leðurblökublóði eða auga úr lævirkja í drykkinn hjá umræddum aðila!
2. Búðu til duft úr hjarta af dúfu, lifur af starra, maga úr svölu og nýru af hana. Settu næst svipað magn af þínu eigin blóð, þurrkuðu og duftkenndu saman við!

Ein leið fyrir stráka til að ná í stelpuna sem hann er hrifin af:
hann verður að gera mörg göt á appelsínu með nál og sofa svo með hana undir handarkrikanum. Næsta dag á hann að færa stelpunni appelsínuna og ef hún borðar hana þá mun hún elska hann!

Einn svona í smekklegri kantinum:
Taktu 2 nálar, sem eiga að tákna karl og konu (eða karl og karl eða konu og konu.. whatever suits you), nefndu þær og blessaðu. Settu oddinn á ,,karl" nálinni í gegnum augað á ,,kven"nálinni og með þræði í réttum lit (rautt fyrir losta, bleikt fyrir ást??) bindurðu þær saman (nálarnar).
Það er reyndar ekkert sagt hvað maður gerir svo við þær svo en maður getur spunnið eitthvað út úr því!

Fleiri leiðir til að næla í ástina:
Vera með krullótt hár! (Permó hír æ komm)
Klipptu neglurnar þínar 9 sunnudaga í röð!
Hitaðu epli upp undir handarkrikanum áður en þú borðar það!
Notaðu lokk af manneskjunni sem um ræðir í hattinum (ætli húfa sé ekki staðgengill á þessari öld)
Slíttu hár af stelpu (nokkur hár ekki lokk takk fyrir)
Grafðu lokk af elskunni og af þér saman og hann/hún mun elska þig að eilífu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home