Aldan

fimmtudagur, maí 15, 2003

Jæja.. komin tími til að ég bloggi smá... hef ekkert annað að gera fyrir utan að horfa á köttinn sleikja á sér djásnin! Ég er á leið í VARMÓ eftir einungis 12 klst!! Allt að gerast, mamma á afmæli í dag og systir hennar og bróðir systur minnar (dont' ask). Við fórum með hana í búðarleiðangur, planið var að fara út að borða líka en áætlunin breyttist vegna smá tæknigalla, fórum heim að pakka niður í staðinn!

Ég var eitthvað að rétta úr mér um daginn og virðist hafa teygt aðeins of mikið úr mér! Samkvæmt hljóðinu sem heyrðist er ég líklega bakbrotin :( eða þá með brjósklos eða bara þursabit! Bryð sterkasta Íbúfenið eins og brjóstsykur, hlakka ekki beint til að keyra norður. Kláraði prófin á mánudag :) var farin út úr seinasta prófinu eftir klst... afhverju eru prófin svona stutt... var með þvílíkt þykka bók.. .mikið af smáatriðum og prófið ekki nema 50 spurningar og ritgerð upp á 1-2 bls!!! Ég er vön að vera með svona 3-4 bls ritgerðarspurningar! Gat nú samt ekki annað en verið ánægð... fór svo á þriðjudag með Nínu og Hönnu í Smáralind.. fengum okkur að borða á Friday's... rosa kammó! ÉG er Frjáls eins og Fuglinn.... :) JIBBI OG JEI!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home