Aldan

laugardagur, maí 03, 2003

Annað hjálplegt sem bókin kennir okkur:
Hvernig áttu að þekkja í sundur mannverur og uppvakninga (Zombie)!
Uppvakningar virðast sljóir og eru stirðir í allri hegðun (vélrænt)!
Þeir eru nefmæltir!
Virðast hvorki hafa greind né viljastyrk!
Hér gæti ég verið að lýsa alls kyns fólki, Ólafur Ragnar Grímsson, George Bush hafa sum þessara einkenna! Vil samt helst ekki setja Ólaf R. í sama hóp og George þannig ætla ég bara að taka hann strax af þessum listanum ( hann er nokkuð klár kallinn þó hann sé stundum nefmæltur... sérstaklega þegar hann tekur þátt í Spaugstofunni!)
Betarokk, Tony Blair!
Hvað áttu að gera til að varnar því að ástvinir þínir verði að uppvakningum, nú jú þú getur tekið hausinn af líkinu, rist það á hol. Skotið byssukúlum í hausinn því, leyft því að rotna áður en það er grafið! Grafið líkið með hausinn niður og með hníf til verndar! Saumað saman munninn því líkið getur ekki verið kallað til starfar hjá hinu Illa ef það getur ekki svarað!
Þá er verið að tala um eftir að þeir hafa látist, hér er ég EKKi að stinga upp á neinu! Bara fræða :O)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home