Bloggaðu druslan þín!!
Ég fór á jólahlaðborð með vinnunni síðasta laugardag og ákvað að taka þetta með stæl, smakkaði kavíar, hreindýrapaté og snigla... ég sem er svo mikill gikkur...
Ég og Hrafnhildur fjárfestum í rauðvínsflösku og sátum svo allt kvöldið og spjölluðum um lífið og tilveruna... það var ekkert smá gaman að fylgjast með henni að störfum en áður en kvöldið var úti hafði hún komist að uppruna og framtíðarplönum allra þjónanna sem sáu um okkur, ég bjóst reyndar við því að hún yrði búin að redda öllum stelpunum deiti áður en þær héldu heim á leið. Að loknu borðhaldi sá Hrafnhildur mér fyrir fari til Hannfríðar þar sem var víst opið hús og góðmennt. Ágætis kvöld alveg hreint!
Sem stendur er ég ein í slotinu, aðrir fjölskyldumeðlimir eru staddir út í Bretlandi og enginn væntanlegur aftur á klakann fyrr en eftir helgi og þá vonandi með iPodinn minn í farangrinum. Ég og kettirnir höfum það fínt.. erum jafnvel að velta því fyrir okkur að bjóða fólki heim um helgina, það þýðir víst að ég þarf að ryksuga... ég gæti auðvitað dregið Mikka og Símon eftir gólfinu og svo hrist úr þeim yfir handriðið... við sjáum hvað kemur best út þegar nær dregur. Annars var mér sett fyrir það verkefni að skreyta íbúðina, ég og 100 pera serían góða höfum átt í ástar-haturssambandi í nokkur ár... á hverju ári vonast ég til að það kvikni ekki á henni en svo um leið og hún er komin upp þá er ég voða ánægð með hana... Spurningin er samt hvort ég eigi eftir að komast inn í geymsluna til að ná í jóladótið, þetta er dauðagildra þarna inni.. ef þið heyrið ekkert í mér fljótlega endilega hafið samband við viðeigandi björgunarsveitir :)
Ég lenti í þeirri skemmtilegu aðstöðu að þurfa að punga út 11 þús kalli fyrir að láta segja mér að það væri í lagi með bílinn hjá mér. Það var verulega sárt, hefði frekar vilja fjárfesta í buxum.. hefði geta keypt 2 stykki... en svona er þetta stundum. Alltaf finnst mér þó verkstæðin vera að snuða mig, eins og einn vinur minn sagði: þú er stelpa og því komast þeir upp með svona hluti.. ég veit ekki betur. Næst tek ég stóran og stæðilegan karlmann með mér og læt hann sjá um þetta :) Má ég sjá hendur á lofti ;)