Aldan

mánudagur, nóvember 13, 2006

Surprise!

Helgin, já þessi blessaða helgi. Á laugardaginn var komið að viðburði sem undirrituð hafði beðið spennt eftir í þó nokkurn tíma eða óvæntri afmælisveislu Netverjans! Eftir mikil plön og þó nokkrar breytingar á staðarháttum og öðrum smáhlutum var ákveðið að safna nokkrum einstaklingum saman í íbúð Flugmannsins og koma svo Netverjanum á óvart með púðakasti og öskrum sem voru síðan svo hljóðlát að þau heyrðust ekki einu sinni. Líklega hefur bílferðin sem flest þurftu að þola nokkrum mínútum áður farið svona illa með þau, skaðað þau fyrir lífstíð! Mútta ákvað að breyta sínum áætlun svo ég gæti nú farið með þessa einstaklinga í ferð lífs síns, en the code of silence sem ég bað alla viðkomandi um að sverja hindrar frekari umræður um þessa skemmtilegu ferð! En nóg um það, inni í Mosfellsbæ hafði Flugmaðurinn staðið yfir pottum tímunum saman en hann bauð upp á þessa gómsætu kjúklingasúpu, auðvitað var boðið upp á vín með matnum! Til stóð að við myndum fara niður í bæ eftir þetta allt saman en þegar til kom þá vildi enginn fara enda skemmtum við okkur stórvel þarna í sveitinni. Teknar voru merkilegar myndir sem gætu verið mikils virði í framtíðinni, brandarar þýddir yfir á ensku með misgóðum undirtektum, eitthvað kossaflens var í gangi en þó einungis fyrir myndatökur og þó ég muni ekki mikið þá veit ég að partíið endaði þar sem allir voru samankomnir inn í svefnherbergi Flugmannsins... ég skemmti mér stórvel :) Ég á samt í miklum erfiðleikum með að rifja upp einstaka hluta kvöldsins, ég veit ekki alveg hvernig það gat farið framhjá mér að aðilinn sem sat við hliðina á mér í leigubílnum á heimleið ældi í poka sem Hannfríður hafði sem betur fer tiltækan á réttum tíma... en svona er það nú bara! Ég gat ekki betur séð en að allir hafi skemmt sér vel :D

Annað mál var með sunnudaginn, þvílík þjáning, þvílík líðan!! Þegar ég vaknaði þarna á sunnudagsmorgninum hélt ég að nú væri bara allt búið, verkjatöflur og vatnsþamb höfðu engin áhrif á mig. Það var ekki fyrr en seinnipartinn sem ég treysti mér í strætóferð upp í Mosfellsbæ til að sækja bílinn og stólana sem við þurftum því við áttum von á gesti í mat! Á meðan ég beið eftir strætó sýndu rónarnir mér mikla athygli, greinilega hrifnir af úlpunni minni. Einn þeirra lýsti því yfir að hann vildi sko ekki vera með mér þar sem honum líkar alls ekki hvernig ég vinn, ég lít líka víst út eins og manneskja sem heldur að hún fái allt sem hún vill. Ég sagði honum bara að svo væri nú líka raunin og að ég hefði nú sjálf ekki mikinn áhuga á honum. Svo til að toppa þetta gekk einn þeirra alveg upp að mér og framhjá mér, greinilega búin að skíta á sig (eða var hann að gefa skít í mig? Ég er ekki viss) og það var akkurat það sem ég þurfti fyrir þessa hálftíma löngu ferð upp í Mosó, lyktin er enn í nösunum á mér :S! Seinna um kvöldið harkaði ég svo af mér og hitti Fellógengið góða ;) við vorum búnar að breyta plönunum svo oft að það kom ekki til greina að tilkynna sig veika, í staðinn vældi ég bara utan í þeim... en það var rosalega gaman að sitja og spjalla við þær enda langt síðan við sáumst síðast. Það má ekki líða svona langur tími á milli stelpur! En nóg um það ég er enn lifandi og ætla ekki að lyfta aftur vínglasi fyrr en 25. nóvember :) hehehe.. alveg satt... annars er ég að velta fyrir mér hvernig ég á að ná málningarslettunum úr feldinum hans Símonar :S bara heppni að hann er gulur OG hvítur.. fólk tekur ekkert eftir þessu, kannski læt ég þetta bara vera!

4 Comments:

  • Vei! Ertu hætt við að hætta við að blogga? :)

    Kveðja,
    Magga

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:41 e.h.  

  • Þetta mál er í athugun ;) Ég var orðin pirruð á að hafa ekki linkana mína :)

    By Blogger Aldan, at 11:34 e.h.  

  • Jeijj loksins get ég commentað. Gat það ekki við síðustu skrif þín, um að þú værir hætt. Var búin að skrifa langt comment og mótmæla hástöfum en neiii þá þurfti ég að vera með aðgang að blogspot til að pósta commentinu prfm!!
    En allavegana plíís plís ekki hætta að blogga! Ég lifi fyrir bloggið þitt svo þetta veltur allt á þér ha!! Ha!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:08 e.h.  

  • Lifiru fyrir bloggið mitt ;) jájá Heba mín, þetta er ekki mikið líf hjá þér en jú ég skal hefja blogg á nýju. BARA fyrir þig :) og möggu því hún kommentaði líka :) skal blogga áður en helgin er úti... sakna þín samt... þarft að láta okkur Ollý vita ef þú kemur í bæinn fyrir jól svo við getum planað hitting!

    By Blogger Aldan, at 10:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home