Aldan

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Jólastemmning

Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Netverjans þá virðast jólin vera á næsta leyti. Búið er að tendra jólatré við Blómaval, jólalög farin að heyrast í útvarpinu, jóladótið er komið í hillurnar og ég veit ekki betur en ég hafi fundið piparkökulykt á götum úti. Ég og Jesúbarnið hún Auður vorum líka meðal annars að ræða um jólagjafir í gær. En ótengt jólum þá eru hún og Íris eru þær einu sem ég þekki sem geta farið og fara á kojufyllerí í bókstaflegri merkingu. Íbúðin hjá þeim er svo lítil að þær verða að sofa í koju og í gær lá Íris dauð í efri kojunni meðan Auður sat blindfull í þeirri neðri að tjatta við mig!! Það er nú meiri vitleysan! Stelpur, ég verð á hóteli þegar ég kem!!

Að öðru máli, ég fór með frænda mínum upp í Kattholt um daginn! Aldrei hefði mér dottið í hug að þetta væri svona mikið mál að ættleiða einn kött! Í fyrsta lagi þá þurfti hann að fylla út umsókn um ættleiðingu, 2 bls umsókn þar sem hann þurfti meðal annars að tjá sig um ástæðuna fyrir ættleiðingunni, hvort starfsmaður Kattholts megi koma óvænt í heimsókn til að athuga með aðstæður og þar frameftir götum! Jújú, hann fyllti þetta samviskusamlega út og svo fengum við að skoða kettina. Starfsmaðurinn gekk með okkur og fór frekar hratt í gegnum hvert herbergi að mínu mati, svo fer hann með okkur út og inn í annað bakhús þar sem enn fleiri kettir voru skoðaðir. Nú var frændi minn tilbúinn að velja sér dýr og við ætluðum aftur í fyrsta herbergið þar sem við höfðum séð nokkra ákjósanlega en þá var okkur neitað um það!! Vegna einangrunar var bannað að fara aftur frá bakhúsinu inn í aðalhúsið og þar af leiðandi yrðu ekki fleiri kettir skoðaðir í dag??? Hvað er málið, afhverju gat hún ekki gloprað þessu út úr sér áður en við yfirgáfum aðalhúsið svo við gætum bara einblínt á kettina þar inni í stað þess að sýna okkur veiku kisurnar?? Þetta þýddi að við þurftum að mæta þarna aftur næsta dag og frændi minn þurfti að taka annan rúnt til að skoða tilvonandi fjölskyldumeðlim. En svo kom líka í ljós að tilvonandi eigendur fá ekki kettina heim samdægurs?? Líklega þarf að meta umsóknina og athuga hvort viðkomandi sé hæfur sem tilvonandi kattareigandi! Að lokum þurfti hann að borga 6 þús fyrir dýrið, það er kannski skiljanlegt enda fyrir bólusetningu og geldingu en það er greinilega ekki hlaupið að því að ættleiða kött í dag!

5 Comments:

  • hahaha...fyndið með kettina...meira ruglið...

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:31 e.h.  

  • Vá ertu ekki að grínast??? Ahahahaha :)
    Já en það er greinilegt að ekki hver sem er getur ættleitt kött sem er kannski alveg ágætt.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:51 f.h.  

  • Já þetta er eins hérna. Áður en við fengum Scratchy þá fórum við í "Kattholt" hérna í Ballarat og gáfumst bara upp því þetta var fáranlegt. Keyptum bara kött úr Dýrabúð fyrir sama verð, sem við gátum tekið heim samdægurs bólusettur og alles.

    By Blogger Olga, at 9:52 f.h.  

  • hahahaha þetta er náttúrlega bara fyndið, bara eins og verið sé að ættleiða barn!!!!Ég hélt þeir vildu einmitt losna við sem flesta ketti ......en greinilega ekki;)
    Björkin

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:48 e.h.  

  • Það jafnast ekkert á við gott kojufyllerí:)

    kv. Ella Þóra

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home