Insomnia
Ég gleymdi að segja frá því að ég fékk einkunnir í hendurnar fyrir þó nokkru.. reyndar bara mjög stuttu eftir drauminn minn... gekk svona ljómandi vel líka!! En annað sem ég fékk upp í hendurnar voru frægu póstkortin fjögur frá Jesúbarninu!! Á þessum póstkortum tókst Auði að móðga tvo páfa, dverga, fólk með staurfætur og munnhörpuleikara svo eitthvað sé nefnt.. klúra myndin af djásnum páfanna var einstaklega smekkleg!! En nóg um það... ég ætla að tjá mig aðeins um svefnleysi, það sökkar! Ég hef ekki vanist þessu, yfirleitt gat ég sofið næstum hvar sem er og hvenær sem er.. en undanfarið þá hef ég átt í erfiðleikum með að festa svefn! Ef ég svo næ að sofna, þá hrekk ég yfirleitt upp 2-3 tímum seinna, þetta er óþolandi! :(
Annars er nóg að gera þessa dagana... búin að vera útrétta mikið og hafa áhyggjur af ritgerðinni og búslóðinni sem var í geymslu en það virðist vera birta til yfir þessu öllu saman... þetta reddast, segjum það bara!
Tarotklúbbur eftir helgi, innrás til Kalla og sumarfrí!
Annars er nóg að gera þessa dagana... búin að vera útrétta mikið og hafa áhyggjur af ritgerðinni og búslóðinni sem var í geymslu en það virðist vera birta til yfir þessu öllu saman... þetta reddast, segjum það bara!
Tarotklúbbur eftir helgi, innrás til Kalla og sumarfrí!
1 Comments:
Já, þetta reddast! :)
Kv. Manga
By Nafnlaus, at 1:17 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home