Komin heim!
Fríið er búið og mín er mætt aftur í vinnu. Ekki fékk ég marga sólardaga, reyndar rigndi alla dagana, það gleymdist að panta sólina!!! En þrátt fyrir bleytuna hafði ég það bara þrælfínt, litla fjölskyldan skrapp í bústað í viku, strákarnir voru settir á hótel, allir í fríi! Skemmtileg tilviljun réði því að Ollý snúra leigði bústaðinn við hliðina á okkur! Ellen og Sara komu í heimsókn og voru yfir nótt, við fórum í smá roadtrip og kíktum á Snæfellsjökul, litum inn á Hellissand og Ólafsvík, ég leit inn til Kalla á Bifröst og ekki má gleyma því að mér var haldið nauðugri í Singstar í nokkra klukkustundir þegar ég hætti mér inn til Ollýar og co. :OP
Pottur, grill, svefn.. þetta var æðislegt!
Pottur, grill, svefn.. þetta var æðislegt!
1 Comments:
Jeijj velkomin aftur =)
By
Nafnlaus, at 11:39 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home