Síðasta færsla var 17. júní og ég minntist ekki orði á Þjóðhátíðardaginn! Ef til vill er ástæðan sú að hann fór eiginlega algjörlega framhjá mér... ég svaf til þrjú, fór og sótti Prins og fór með hann í smá göngutúr því pabbi var í Tyrklandi og aumingja hundurinn þurfti að dúsa í viku á hóteli! Svo sá ég útundan mér að Bónus var opinn þarna nálægt og ákvað að skella mér í smá búðarferð að kaupa nauðsynjavörur, því miður var ég ekki nógu snjöll að átta mig á því nógu tímanlega að það var verið að opna þessa verslun og því voru biðraðirnar þvílíkt langar... ég lét mig samt hafa það að bíða. Svo var vinna um kvöldið, meira að segja rólegt að gera miðað við helgi, hvað þá Þjóðhátíðardaginn sjálfan! Engin hátíðarhöld hjá mér, nema ég fagnaði þegar deginum lauk! :O)
Tvær og hálf vika í Noreg... þetta líður allt of fljótt... ekki einu sinni reyna að spyrja mig hvernig gengur með ritgerðina! Annars var dagurinn í dag frekar ánægjulegur! Við Jesúbarnið fórum í bíó og út að borða... ég hló svo mikið yfir matarborðinu að aumingja fólkinu í kring hefur örugglega ekki staðið á sama... tvær hágrátandi með snýtuklúta og rennandi maskara.... ekki fögur sjón!!
Síðasta vaktin í bili, síðasta vaktin með Hebulíus sem er að flytja austur :( Við Snúrurnar erum að deyja út!!!!
Tvær og hálf vika í Noreg... þetta líður allt of fljótt... ekki einu sinni reyna að spyrja mig hvernig gengur með ritgerðina! Annars var dagurinn í dag frekar ánægjulegur! Við Jesúbarnið fórum í bíó og út að borða... ég hló svo mikið yfir matarborðinu að aumingja fólkinu í kring hefur örugglega ekki staðið á sama... tvær hágrátandi með snýtuklúta og rennandi maskara.... ekki fögur sjón!!
Síðasta vaktin í bili, síðasta vaktin með Hebulíus sem er að flytja austur :( Við Snúrurnar erum að deyja út!!!!
2 Comments:
Við erum greinilega að deyja út.. Eruð aðeins þrjár eftir hjá JÁ..
Einu sinni vorum við hátt í tuttugu, núna eru þið aðeins þrjár eftir... Hefur fækkað hratt í hópnum...
By Ellan, at 12:10 e.h.
Ég á eftir að sakna þín Alda mín !
Takk fyrir samstarfið :)
By Nafnlaus, at 2:55 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home