Aldan

þriðjudagur, mars 21, 2006

Hvernig stendur á því að ég get skilað skattaskýrslunni minni meira en viku fyrir skiladag en ekki ritgerðum???

Það er ljótt af þeim sem framleiða 1944 réttina að láta Twix fylgja með pakkanum!!

Shaken AND stirred

Ég sit hérna í hálfgerðu sjokki, ekkert sem ég vil tjá mig um hérna en hristi aðeins upp í mér! Vinnutengt... svo var ég líka að horfa á nýjasta þáttinn af One Tree Hill... hann var svoldið spennó.. hristi líka smá upp í mér! Mikill hristingur í gangi þessa dagana! Bremsurnar fóru á bílnum um helgina. Við mæðgurnar vorum búnar að plana frábært kvöld... út að borða og svo einhver góð mynd á eftir en þegar ég ætlaði að bakka bílnum úr stæðinu heyrðist þetta þvílíka skræk! Ég hélt ég hefði keyrt yfir hund, en sem betur fer var raunin ekki sú. Kvöldið var reyndar ekki ónýtt.. við Anna röltum upp í Nóatún og keyptum nautainnralæri á tilboði og leigðum The Exorcism of Emily Rose. Alveg ágæt mynd, ekkert eins og ég bjóst við þó en ágætis skemmtun, á eftir að sannreyna kl 03 hugmyndina. Menningarklúbburinn hittist á sunnudagskvöldið, Súfistinn var ekki alveg að standa undir væntingum. Held að gúrkuflakið á gólfinu hafi gert útslagið. Eftir næturvaktina þurfti ég svo að bíða í næstum tvo tíma eftir dráttarbíl.. ekki það skemmtilegasta í heimi en á móti kom að þegar bíllinn var horfinn á braut var komin tími á Mi Gordo Bella... Orestes og Valentína héldu mér félagsskap þar til ég sofnaði.

Ekki nóg með að bíllinn sé eitthvað að klikka heldur var einnig barið á hurðina áður en ég fór á vaktina.. þá var það konan á hæðinni fyrir neðan að spyrja hvort það væri allt á floti hjá okkur! Ekki vildi ég nú kannast við það.. reyndar var ég nýbúin í baði en ég hafði ekki sullað neitt rosalega mikið. Það eru svo margir gallar á húsinu... aðallega samt sprungur og einangrunarlausir veggir og nú virðast pípurnar eitthvað vera að láta í sér heyra líka.. skemmtilegt. Það helst ekki lengi uppi ef jörðin fer að hristast eitthvað!

Nú er spurning hvernig kvöldið í kvöld fer en ég á frí næstu 3 daga! Man ekki hvað það er langt síðan ég átti svona langt frí!! Videókvöld eða jafnvel bíókvöld með Ellen og Söru á miðvikudag og Álaral hittingur á fimmtudaginn.... good times.. vona að ég nái að klára ritgerðina.

Ætli Audibet lifi af þessa daga án mín ;)

mánudagur, mars 20, 2006

Tiltekt

Nú er mín búin að taka upp tuskuna og er að þurrka af!
Ætli ritgerðarskil séu á næsta leiti?

Tveir nautnaseggir gera bloggskrifin erfið... ekkert tillit er tekið til að fólk þarf að sjá á skjáinn þegar maður bloggar... nema blindir.. þeir þurfa þess væntanlega ekki... ég er ekki enn orðin blind þannig þetta verður ekki mikið lengra í bili.

En framundan eru mjög óspennandi skrif um hemlabilanir og drætti.

Bíldrætti. Hvað voruð þið að hugsa!?

Uppáhalds baðbomban mín heitir Two-Timing Tart! ???
Nafnið kemur samt gæðunum ekkert við! Bomban fæst í Lush ;)

laugardagur, mars 18, 2006

Firefly!!

Ég var mjög leið yfir því að hætt var að framleiða Firefly þættina! Hinsvegar er ég mjög ánægð að ákveðið var að gera þrjár myndir í framhaldi af þáttaröðinni og sú fyrsta Serenity er komin út hér á landi! Hún er alveg jafn fyndin og þættirnir!!

Hver hefur ekki áhuga á að sjá geimkúreka in action!!??? Ég bara spyr

Það er fátt sem pirrar mig meira en fólk í umferðinni í dag!! Næstum því í hvert einasta skipti sem ég tek þátt í átta umferðinni á virkum dögum keyri ég framhjá slysstað eða rétt næ að sleppa undan einhverjum glannanum sem lagði aðeins of seint að stað í vinnuna eða skólann! Þar sem ég er bara í rólegheitum að fara heim og flestir aðrir eru að drífa sig þá tek ég meira eftir þessu, fólk tekur fáránlegar áhættur og er SVO óþolinmótt að komast áfram að það er bara ekki einu sinni fyndið... Það liggur við að ég biðji um að fá að vinna lengur svo ég þurfi ekki að keyra með þessu liði niður í bæ!! Eða fara fyrr heim ;) sem væri náttúrulega enn betra!

Það er annars ekkert af frétta af þessum bæ frekar en vanalega! Vinna, skóli, svefn.. það er það sem kemst fyrir, lítið annað. Stefni þó á bíóferð í kvöld.. og kannski eitthvert út að borða.. menngó á sunnudag ef vinnan leyfir, ÁlArAL hittingur í vikunni... jújú.. kannski er eitthvað að farið að birta til... bara ef ég næ að klára þessa blessuðu ritgerð mína.. nei ég er ekki að tala um B.A. ritgerðina... vex on vex off...

sunnudagur, mars 12, 2006

Fólk er FÍFL

Hvernig dettur fólki svona í hug!

Ég var á bensínstöð... þegar ég er að dæla þá tek ég eftir því að það er kona í svaka jeppa nálægt sem er með gluggann niðri og hendina út og með sígarettu í hendinni sem hún danglar til og frá! Þú ert með bensín í kringum þig kona, þá ertu ekki með logandi eld nálægt!!!

miðvikudagur, mars 08, 2006

Hef ÉG!

Ég sá þetta annars staðar og mér leiðist þannig að..

Hefur thú...

(x) reykt sígarettu
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
( ) verið ástfangin/n
( ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n úr vinnu
(x) lent í slagsmálum..
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) skorið þig viljandi
( ) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru - 3/3
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla -vísað úr skóla vegna fjarvista, en kjaftaði mig aftur inn samdægurs
(x) lent í bílslysi - en ekki alvarlegu
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
(x) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni!
(x) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
(x) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki
( ) kysst einhvern af sama kyni
( ) farið nakin í sund
( ) rennt þér á grasinu á snjóþotu
( ) verið sett í straff
(x) logið fyrir vini þína
( ) liðið yfir þig
( ) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna
(x) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti - óvart

Ég HATA fyllibyttur!!! ARG

Vá hvað ég er ósammála umfjöllun D.V. um klæðaburð stjarnanna á Óskarnum! Anyways.. hér er mitt álit! Þessi kínverska var líka í flottum kjól.. fann hann bara ekki

Ljótt
Jessica Alba
Jennifer Aniston
Michelle Williams
Hillary Swank
Charlize Theron

Flott
Reese Witherspoon
Felicity Huffman
Sandra Bullock
Jennifer Lopez mínus förðunin

Enn óráðið
Nicole Kidman
Keira Knightley

laugardagur, mars 04, 2006

Sumarfílingur!

Nei það er sko aldeilis enginn sumarfílingur í mér! Ég sit hérna og get varla pikkað inn á lyklaborðið vegna kulda... brrrr en mig langar í sumarbústað!! Og mig langar til útlanda!!

Anna er komin heim, aumingja hún og mamma í gær! Ég var ósofin og svöng allan daginn og mér tókst næstum að bíta af þeim hausinn áður en ég fór í vinnuna. Þær sátu heima síðan og sleiktu sárin! Vonandi verður skapið með skárra móti í dag, það væri leiðinlegt að eyða fríinu hennar Önnu upp á slysó eftir hártog og aðrar stympingar!

Ég var að frétta að Ellen og Sarah eru komnar heim frá Suður-Afríku, hlakka til að hitta þær og sjá myndbandið frá ferðinni.

Örlítið brot af Snúrunum komu saman á Vegamótum síðastliðinn fimmtudag! Það var voða gaman að sjá þær, margar sem maður hefur ekki séð lengi. Stór hópur var samt fjarverandi vegna utanlandsferða, bakverka, barnapössunar og barneignar! Það gengur bara betur næst, ekki fræðilegur að svona stór hópur nái allur saman á einn stað í tíma og rúmi. Ég verð nú bara að segja að Vegamót eru þvílíkt að vinna sig á! Fékk æðislegan mat, mmm og ekki dýran, kósý andrúmsloft og sætir þjónar.... hvers annars ætti maður að óska sér! Ég fæ enn vatn í munninn þegar ég hugsa um steikina.. plana sko að fara aftur eins fljótt og pyngjan leyfir!

Afmæli í kvöld og svo vinna og Óskar kallinn á morgun, var sniðug og hafði vaktina þannig að ég kæmi í tækatíð áður en herlegheitin byrja! Stefni á að horfa og sjá hann Jon Stewart standa sig í stykkinu! Ég held með Brokeback Mountain og Crash.. enda einu myndirnar sem ég hef séð LOL ;) en þær eru góðar! Ég er tilbúin að prenta út gátlista um leið og Lilja kemur úr pásu!! Spurning hvort einhver þori að veðja við mig um úrslitin!! :P

Talandi um veðmál! Á ég ekki eitthvað inni hjá ykkur Hanna og Kalli eftir Eurovision ??? hehehe