Aldan

þriðjudagur, mars 21, 2006

Shaken AND stirred

Ég sit hérna í hálfgerðu sjokki, ekkert sem ég vil tjá mig um hérna en hristi aðeins upp í mér! Vinnutengt... svo var ég líka að horfa á nýjasta þáttinn af One Tree Hill... hann var svoldið spennó.. hristi líka smá upp í mér! Mikill hristingur í gangi þessa dagana! Bremsurnar fóru á bílnum um helgina. Við mæðgurnar vorum búnar að plana frábært kvöld... út að borða og svo einhver góð mynd á eftir en þegar ég ætlaði að bakka bílnum úr stæðinu heyrðist þetta þvílíka skræk! Ég hélt ég hefði keyrt yfir hund, en sem betur fer var raunin ekki sú. Kvöldið var reyndar ekki ónýtt.. við Anna röltum upp í Nóatún og keyptum nautainnralæri á tilboði og leigðum The Exorcism of Emily Rose. Alveg ágæt mynd, ekkert eins og ég bjóst við þó en ágætis skemmtun, á eftir að sannreyna kl 03 hugmyndina. Menningarklúbburinn hittist á sunnudagskvöldið, Súfistinn var ekki alveg að standa undir væntingum. Held að gúrkuflakið á gólfinu hafi gert útslagið. Eftir næturvaktina þurfti ég svo að bíða í næstum tvo tíma eftir dráttarbíl.. ekki það skemmtilegasta í heimi en á móti kom að þegar bíllinn var horfinn á braut var komin tími á Mi Gordo Bella... Orestes og Valentína héldu mér félagsskap þar til ég sofnaði.

Ekki nóg með að bíllinn sé eitthvað að klikka heldur var einnig barið á hurðina áður en ég fór á vaktina.. þá var það konan á hæðinni fyrir neðan að spyrja hvort það væri allt á floti hjá okkur! Ekki vildi ég nú kannast við það.. reyndar var ég nýbúin í baði en ég hafði ekki sullað neitt rosalega mikið. Það eru svo margir gallar á húsinu... aðallega samt sprungur og einangrunarlausir veggir og nú virðast pípurnar eitthvað vera að láta í sér heyra líka.. skemmtilegt. Það helst ekki lengi uppi ef jörðin fer að hristast eitthvað!

Nú er spurning hvernig kvöldið í kvöld fer en ég á frí næstu 3 daga! Man ekki hvað það er langt síðan ég átti svona langt frí!! Videókvöld eða jafnvel bíókvöld með Ellen og Söru á miðvikudag og Álaral hittingur á fimmtudaginn.... good times.. vona að ég nái að klára ritgerðina.

Ætli Audibet lifi af þessa daga án mín ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home