Aldan

laugardagur, janúar 28, 2006

Afmæli!!!

Hver á afmæli næsta miðvikudag???????

MARTHA you devil you

Ef þessi manneskja er ekki illskan holdi klædd þá veit ég ekki hvað!



Hvar eru vígtennurnar? Jú ef þið lítið nær þá sjáið þið að það er bara búið að photoshoppa myndina!! Ég hef þrívegis fyrir misgáning flétt á Stöð 2 þegar hennar þáttur hefur verið í sýningu. AUMINGJA gestirnir!! Í fyrsta skiptið var Puff Daddy a.k.a. Sean Combs a.k.a. P. Diddy Puffy eða hvað sem hann kallar sig að kenna henni að rappa! Já Marta Stewart var að læra að rappa... og læra smá hreyfingar með. Í annað sinn þá var aumingja Whoopi Goldberg sett í að baka eitthvað kex og á meðan hún (Whoopi) var að reyna að vera fyndin svona til að gera þetta áhugavert en Martha kom sífellt með einhver komment sem eyðilagði allt fjörið, Whoopi var með smá tilfæringar til að gæða þetta smá lífi en Martha kom með einhver komment að hún væri nú engin leikkona eins og Whoopi, auðvitað hætti Whoopi með svipina og talaði varla við Mörthu það sem eftir var af þættinum, þóttist bara vera upptekin af því að spila póker! Anýhúf þriðji gesturinn sem ég sá var svo Jennifer Garner, kasólétt. Eins og flestir var hún sett í að hjálpa Mörthu að búa til einhvern mat, barnamat til að vera nákvæm og Martha alltaf með einhver leiðinleg komment, nú var hún fúl því að hundurinn kom ekki með henni!!! Pirr pirr.. lighten up... hún er leiðinleg og vond og ætti ekki að koma nálægt sjónvarpi!

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Uppvaskari (alltof lengi!!)
Talsímavörður
Barnapía (professional allt að 20 börn í einu!!)
Starfsstúlka í bakarí

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Big Business
Dirty Dancing
Go
Walk don't Run
Ground Hog Day
Sliding Doors
Pirates of the Caribbean
ok fleiri en fjórar.. but who cares

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Breiðabólsstaður
Hamraborg
Skólavörðustígur
Asparfell

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Lost
Desperate Housewifes
Medium
Who's line is it anyway?

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt
Barcelona
Amsterdam
Minneapolis
Krít

Fjórar síður sem ég skoða daglega: (fyrir utan bloggsíðurnar)
http://www.mbl.is/
http://www.visir.is
http://www.hi.is
http://www.postsecret.com (reyndar vikulega en varð að hafa hana með)


Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Harðfiskur og trópí
Grillað fjallalamb
Kjúklingur
Fajitas

4 bækur sem ég les oft
Þjóð bjarnarins mikla (alla seríuna)
Ísfólkið
The Stand
I'll Take Manhattan

Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:
Maldives
Minneapolis
Las Vegas
Heima

sunnudagur, janúar 15, 2006

Hollywood klisja

Ég og Álfrún skruppum í bíó um daginn! Sáum The Family Stone! Ég verð að segja að mér fannst hún bara alveg frábær! Ég hló og ég grét og hló og grét svo aðeins meira! Það er bara eitthvað við þessa mynd sem ég fíla í botn, hún er ekta Hollywood klisja sem maður veit alveg hvernig endar en ég ætla samt að kaupa þessa mynd þegar hún kemur út á DVD. Ég þoli svo ekki einu sinni Söruh Jessicu Parker og Diane Keaton sem leika stór hlutverk í myndinni en Luke Wilson, Dermot Mulroney, Claire Danes og Rachel McAdams bæta upp fyrir það. Þetta er samt svona jólamynd, komst í jólafíling á því að horfa á hana! En allavega, mæli pottþétt með henni!!

laugardagur, janúar 14, 2006

Decisions Decisions

Ætli stelpan sé nú ekki búin að finna áhugavert viðfangsefni fyrir B.A. ritgerðina! Reyndar á stelpan ekki heiðurinn af því heldur á hún Gerður hann allann!! Nú er bara að koma hjólinu af stað!!

En já, nú er verið að plana sumarið og veturinn og framtíðina!!! Ekki halda samt niðri í ykkur andanum! Veit ekki hvort ég muni ákveða eitthvað strax en ýmsar hugmyndir brjótast um í kollinum!!

Ég vona að ég þurfi ekki að skafa... me out! ;)

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Kvót

"Know then thyself, presume not God
to scan,
The proper study of mankind is man"

Alexander Pope

Darcy Darling

Ég held að Herra Darcy sé eini maðurinn sem mögulega gæti fengið mig til að hafa áhuga fyrir Amerískum Fótbolta! Og þegar ég tala um Herra Darcy þá meina ég auðvitað herra Jay Darcy, enskukennarann minn! Já.. hann er svo óttalega skemmtilegur, gleymi því alltaf og hætti að mæta í tímana, en svo þegar ég mæti þá furða ég mig alltaf á því afhverju ég hafi nú ekki mætt oftar til hans!
Já, skólinn er byrjaður. Hef skemmtilega tilfinningu fyrir þessu ári, bjartsýnin með besta móti. Kúrsarnir eru bara helv"#$ skemmtilegir, þeir 2 sem ég er byrjuð í allavega hehe, næstu 2 eru svo hraðkúrsar sem virðast mjög áhugaverðir líka. Nú er líka tími kominn á Mjúsina að fara að birtast svo ég geti hafist handa við hina stóru, já ritgerðina!

Er búin að eyða smá tíma í að lesa bloggið hans Brússa Willis, hann bloggar í alvöru! Ekki spyrja mig hvernig mér datt í hug að þetta gæti verið áhugavert, en það er það! Í alvöru! Reyndar hefur hann ekki bloggað lengi, í meir en hálft ár en hverjum er ekki sama, everything is history ræt.

mánudagur, janúar 09, 2006

Your Birthdate: August 1

You are a natural born leader, even if those leadership talents haven't been developed yet.
You have the power and self confidence to succeed in life, and your power grows daily.
Besides power, you also have a great deal of creativity that enables you to innovate instead of fail.
You are a visionary, seeing the big picture instead of all of the trivial little details.

Your strength: Your supreme genius

Your weakness: Your inappropriate sensitivity

Your power color: Gold

Your power symbol: Star

Your power month: January

School's In

Darn it...
já.. skólinn byrjar á eftir! Ég er í vinnunni.. ekki gott merki um það sem skal koma! Ætla samt að reyna að drusla mér í skólann.. maður missir af miklu ef maður missir af fyrstu tímunum!! Ég er enn í hálfgerðum vandræðum með að ákveða hvernig ég mun ljúka þessu námi mínu, hvort það verði á harðaspretti eða bara á léttu skokki.. auðvitað hljómar það seinna miklu meira freistandi!! Arg... lífið er erfitt og ég er ekki enn búin að finna efni fyrir ritgerðina!!

Á öðrum nótum!
Arna skýrði strákinn sinn í gær! Drengurinn hlaut nafnið Ragnar Ágúst!! Algjört krútt þetta barn!
Ég fór til Söru líka um helgina og sá litlu stelpuna hennar í fyrsta skipti... er ekki frá því að hún sé svoldið lík mömmu sinni! Ótrúlegt að smábarnið sem ég hélt einu sinni á nýfæddri sé sjálf komin með barn!
Ellen og Sara komu í mat á föstudag! Það var rosalega fínt, borðuðum góðan mat og kvöddum jólin í sameiningu! Ekki versnaði kvöldið þegar þær buðu mér að koma með sér til Noregs í sumar, það verður freistandi! Langar líka til Ítalíu til Írisar og Auðar ! En kannski verð ég bara heima í sumar og skrifa ritgerðina á meðan ég læt mig dreyma um haustferðina okkar mömmu og Önnu til USA, við ætlum aftur!!!!! Þessi útþrá gerir alltaf vart um sig á þessum tíma og fer vaxandi þar til í vor! What shall I do????

Anna verður 30 ára 1. febrúar! Verð að fara að hugsa aðeins um það! Ertu spennt, ertu spennt ;)

YEAR: 1981

1. Prince Charles got married.
2. Liverpool crowned soccer Champions of Europe.
3. Australia lost the Ashes tournament.
4. Pope died.

YEAR: 2005

1. Prince Charles got married.
2. Liverpool crowned soccer Champions of Europe
3. Australia lost the Ashes tournament.
4. Pope died.

In the future, if Prince Charles decides to remarry,
somebody please
warn the Pope!

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Síðasta vaktin í bili!! Örlögin höguðu því þannig að það var ofmannað í kvöld.. annars hefði ég unnið þá líka.. but no.. ég er komin í frí!!! Nóg að gera, skírn, heimsókn til Söru að kíkja á litluna hennar sem kom í heiminn 28. desember!! Bíó! Þrettándinn og matarboð þá!!

Íris og Auður Elísabet eru farnar út til Ítalíu!!! :( við Hjödda erum einar eftir í tarotklúbbnum!!! :( Öfunda þær þvílíkt... get ekki beðið eftir Mónakó ferðinni okkar Auðar hehe
Olíufurstinn með snekkjuna hlýtur að bíða eftir okkur ;)