Aldan

laugardagur, janúar 28, 2006

MARTHA you devil you

Ef þessi manneskja er ekki illskan holdi klædd þá veit ég ekki hvað!



Hvar eru vígtennurnar? Jú ef þið lítið nær þá sjáið þið að það er bara búið að photoshoppa myndina!! Ég hef þrívegis fyrir misgáning flétt á Stöð 2 þegar hennar þáttur hefur verið í sýningu. AUMINGJA gestirnir!! Í fyrsta skiptið var Puff Daddy a.k.a. Sean Combs a.k.a. P. Diddy Puffy eða hvað sem hann kallar sig að kenna henni að rappa! Já Marta Stewart var að læra að rappa... og læra smá hreyfingar með. Í annað sinn þá var aumingja Whoopi Goldberg sett í að baka eitthvað kex og á meðan hún (Whoopi) var að reyna að vera fyndin svona til að gera þetta áhugavert en Martha kom sífellt með einhver komment sem eyðilagði allt fjörið, Whoopi var með smá tilfæringar til að gæða þetta smá lífi en Martha kom með einhver komment að hún væri nú engin leikkona eins og Whoopi, auðvitað hætti Whoopi með svipina og talaði varla við Mörthu það sem eftir var af þættinum, þóttist bara vera upptekin af því að spila póker! Anýhúf þriðji gesturinn sem ég sá var svo Jennifer Garner, kasólétt. Eins og flestir var hún sett í að hjálpa Mörthu að búa til einhvern mat, barnamat til að vera nákvæm og Martha alltaf með einhver leiðinleg komment, nú var hún fúl því að hundurinn kom ekki með henni!!! Pirr pirr.. lighten up... hún er leiðinleg og vond og ætti ekki að koma nálægt sjónvarpi!

3 Comments:

  • Gvöð minn góður hvað ég er sammála þér, hundleiðinlegir þættir !!!
    Oprah var alltaf á þessum tíma en núna er þetta helvíti komið í staðin *búúhúú*

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:37 f.h.  

  • Hef aldrei séð þessa þætti með henni Mörtu. Þeir eru sem betur fer ekki hér í Ástralíu...ennþá.
    Er samt rosa spennt hér því núna í febrúar byrja allar nýju seríurnar að uppháaldsþáttunum mínum: Desperate Housewifes, Lost, Simpsons, House, OC og flr flr... Vissi ekki að ég gæti orðið svona spennt út af sjónvarpsdagskránni.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:36 f.h.  

  • LOL! Sammála.. það er ótrúlegt hvað það er mikið af "góðu" sjónvarpsefni í gangi núna ;)Svo er maður svo spenntur að stundum "verður" maður bara að svindla og horfa á allt í einu með öðrum leiðum! hehe Vonandi hefuru það gott þarna "niðri" ;) hehe

    By Blogger Aldan, at 10:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home