Hollywood klisja
Ég og Álfrún skruppum í bíó um daginn! Sáum The Family Stone! Ég verð að segja að mér fannst hún bara alveg frábær! Ég hló og ég grét og hló og grét svo aðeins meira! Það er bara eitthvað við þessa mynd sem ég fíla í botn, hún er ekta Hollywood klisja sem maður veit alveg hvernig endar en ég ætla samt að kaupa þessa mynd þegar hún kemur út á DVD. Ég þoli svo ekki einu sinni Söruh Jessicu Parker og Diane Keaton sem leika stór hlutverk í myndinni en Luke Wilson, Dermot Mulroney, Claire Danes og Rachel McAdams bæta upp fyrir það. Þetta er samt svona jólamynd, komst í jólafíling á því að horfa á hana! En allavega, mæli pottþétt með henni!!
2 Comments:
Bloggaðu þarna desperate houswives lover !!! :Þ
By Nafnlaus, at 3:49 f.h.
Hurru, what you talking about Wilis!
Jamm það fer að líða að bloggi!! Ekki samt í dag
By Aldan, at 7:42 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home