föstudagur, mars 26, 2004
Hvers á ég að gjalda??? Ömurlegur dagur í dag, frábær í gær en ömurlegur í dag! Byrjaði allt á því að ég vaknaði klst áður en klukkan mín átti að hringja sem gerist "ALDREI". Jæja, ákvað að skella mér í sturtu og gera mig reddý fyrir skólann, jújú sumir gleymdu að kíkja á netið í gærkvöldi og misstu þarafleiðandi af tilkynningunni þar sem niðurfelling tímans var kynnt. Jæja, ákvað að gera best úr öllu og beið hjá múttu eftir næsta tíma, langaði sko ekki í skólann en skyldumæting og sú staðreynd að ég var vel undirbúin fyrir tímannn ýttu mér aftur út í strætó og viti menn, mín opnar skólastofuna og hvað stendur á töflunni nema: Sandra is sick to day and won't be coming!!! ÉG grét, ekki af gleði heldur sorg og þurfti nú að drífa mig til að ná í strætó til að fara heim aftur. Svo var mín búin að lofa sér í bíó kl 18 þannig að eftir klst bið heima fór ég aftur út og nú í Kringluna, sá reyndar ágætis mynd Starsky og Hutch (veit samt ekki hvort ég hefði verið eins ánægð ef ég hefði þurft að borga fyrir aðgang að myndinni). Jú jú, svo var enn á ný farið í skemmtilega strætóferð heim og ég rétt náði að anda áður en ég þurfti að fara aftur út í vinnuna. Hér sit ég nú, ósofin og pirruð og með túrverki og langar heim!!! ÉG HATA STRÆTÓ, HATANN!! Ef ég hefði ekki verið með gula kortið hefði þessi dagur kostað mig einungis 1400 kr í strætóferðir.
þriðjudagur, mars 23, 2004
Humm er Johnny Depp bæði kærasti minn og faðir?? ERMMM held að eitthvað sé rangt hérna... segi að fyrsta tilraun hafi verið sú rétta!
sunnudagur, mars 21, 2004
laugardagur, mars 20, 2004
Anna mín kemur kannski heim á morgun! Það hefur verið einmanalegt hérna án hennar.... samt nóg að gera í skólanum eins og vanalega... var að skila 2 verkefnum í kvöld! 2 verkefni í síðustu viku og ritgerð í næstu viku! Hvar endar þetta...?
Ég held ég sé að fá svona 10 bréf á dag í sambandi við þetta skráningargjald Háskólans.... vona að þeir fari að leysa þessi mál! Skil ekki hvernig nokkrum manni getur dottið það í hug að stúdentar eigi einhvern 32 þús kall í lok skólaársins!??? Half wits... eins og við segjum í enskunni...
Búin að vera á alltof stórum lyfjaskammti undanfarnar vikur, ekkert skrýtið að ég sé búin að vera hálf veik!! Læknirinn og ég vorum ekki alveg á sama meiði um lyfjaskammtinn en sem betur fer er þetta komið á hreint núna!
Ég held ég sé að fá svona 10 bréf á dag í sambandi við þetta skráningargjald Háskólans.... vona að þeir fari að leysa þessi mál! Skil ekki hvernig nokkrum manni getur dottið það í hug að stúdentar eigi einhvern 32 þús kall í lok skólaársins!??? Half wits... eins og við segjum í enskunni...
Búin að vera á alltof stórum lyfjaskammti undanfarnar vikur, ekkert skrýtið að ég sé búin að vera hálf veik!! Læknirinn og ég vorum ekki alveg á sama meiði um lyfjaskammtinn en sem betur fer er þetta komið á hreint núna!
laugardagur, mars 13, 2004
Ég dey! Ég missti símann í bílinn þegar ég fékk far niðureftir áðan og nú er ég bara ónýt! Enginn sími! Fæ hann ekki fyrr en í fyrsta lagi á morgun! Er alveg eyðilögð :( ótrúlegt hvað maður er háður þessum krabbameinsvaldandi hlut!
miðvikudagur, mars 10, 2004
laugardagur, mars 06, 2004
Það sem við horfum á fyrir svefninn hefur þó nokkur áhrif á draumana okkar. Tvö nýleg dæmi, móðir mín, horfði á E.R. stuttu áður en hún fór að sofa, hana dreymdi að hún væri með drep í hársverðinum! Þeir sem horfa á Bráðavaktina muna kannski eftir því að leiðinlegi skurðlæknirinn sem missti annan handlegginn í þyrluslysi var með sár sem komið var drep í, í síðasta þætti. Annað dæmi er frá henni systur minni, en hún var að horfa á Queer Eye for the Straight Man, við skulum bara segja að það hafi farið beint inn í undirmeðvitundina (Veit ekki hvort ég megi segja frá :oP híhí)! Alla vega, gott að hafa í huga þegar valdar eru myndir til gláps seint að kvöldi.
Ég fékk þvílíkt hrós í kvöld sem tengdist tönnunum í mér, tilefnið var því mér var boðið að taka þátt í (sem tilraunadýr náttla) að prufa þetta tæki Zoom eða hvað sem það nú hét, sem gerir tennurnar í þér hvítari, fyrir ekki neitt neitt, borga bara efniskostnað. Þið sem horfið á Extreme Makeover þáttinn, tækið með fjólubláa ljósið. En mér var sagt að ég væri með svo hvítar og fallegar tennur að ég ætti barasta ekkert að vera að fikta í þeim! Ég er kannski ekki sammála þessu með litinn en ég er bara eitt bros núna :) Held ég sleppi þessu þótt að þetta hefði verið skemmtilegt. Prufa bara að fara í nokkra túrbótíma í ljós og þá virðast tennurnar vera hvítari án þess að ég sé neitt að fíkta í þeim sjálfum!
Við Arna ætlum að gerast sykursætar og fara með litlu gelgjunum á tónleikana með Sykurpúðunum í Apríl! Fékk díl sem ég gat ekki hafnað!
Bloggheimurinn er farinn að segja til sín, ég reyndi að leita að altavista.blogspot.com, það er allt .blogspot.com nú orðið!
Arna!! Afhverju í óskupunum hélstu ekki áfram í enskunni! Þú varst nefnd minn Peer og nú hef ég engan Peer því það eru allir uppteknir! Kannski ætti ég samt að þakka þér, þetta þýðir að ég hef 1 aukaviku fyrir ritgerðina! :P
"Þú opnar munninn og lygarnar flæða út, óskaplega hlýtur að vera gaman að vera giftur þér" Auður
Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum eru örfáar hræður sem heimta að ég haldi áfram að blogga! Ekki er það því ég sé góður penni, né áhugaverður, hví í óskupunum lesið þið þessa vitleysu??!!
En hvað um það, ég verð að hafa einhverja síðu þar sem ég get sett öll prófin sem ég tek á næturvöktunum og komið með einstaka athugasemd eða lýsingu úr mínu daglega lífi sem oftast er algjörlega tilgangslaus!
Undanfarið hefur mér liðið eins og ég sé að vakna upp úr dvala, lúr sem hefur varað í nokkur ár. Aukaverkanirnar eru mikil geðstyggð og pirringur, og ég þarf að sofa miklu meir en áður (náði 14 tíma lúr um daginn). Svo gæti þetta náttla líka stafað af því að ég fór á túr í 1 og hálfa viku um daginn (veit ykkur langar að vita þetta)! Mjög líklega þó frekar af öllum þessum lyfjum sem ég var sett á, búin að vera flökurt núna næstum samfleytt í 4 vikur, skemmtileg lífsreynsla það. (Og lyktin af harðfiskinum hennar Auðar hefur ekki hjálpað!!)
Jæja eins og ég var að segja hér rétt áðan, þá líður mér eins og ég sé að vakna eftir langan lúr og byrjuð að breyta aðeins mínum gerðum. Sem dæmi þá var hringt til mín um daginn frá Landsbankanum í sambandi við Lífeyrissparnað og ég beðin um að koma og skoða málin hjá þeim! Gamla Alda hefði líklega aldrei farið, en ég ákvað að slá til og í morgun fór ég fyrir allar aldir eða um 1 að hitta einhvern mann þarna. Þessi maður vildi ólmur segja mér hversu illa ég hafði farið að ráði mínu þegar ég valdi mér aukalífeyrissparnaðarleið (eitt orð eða tvö?) fyrir rúmu ári síðan! Svo tjáði hann mér hversu traustur og öruggur Landsbankinn væri og að hann væri sko enginn sölumaður að pranga inn á mig einhverju rusli eins og hinn sölumaðurinn hefði gert (KJAFTÆÐI) þar sem hann væri á föstum launum hjá bankanum. Og sagði mér hversu vitlaus ég var að hafa ekki kannað betur aðra kosti áður en ég ákvað mig(sem ég náttúrulega var). Svo hélt hann áfram að tala illa um hitt fyrirtækið, sýndi mér 1 blað með einni tölu og spurði síðan brosmildur: ætlaru ekki að skrifa undir!!! Ég brosti mínu breiðasta og sagði: nú ert þú búinn, síðustu 10 mínúturnar, að segja mér hversu illa ég hafi farið að ráði mínu að beina viðskiptum mínum í eina átt án þess að kanna vel út í hvað ég hafi verið að fara. Þannig að, að því sögðu þá ætla ég mér að kanna þetta allt nánar áður en ég skrifa undir (Orðalagi hefur verið breytt en merkingunni náð engu að síður). Ég minntist á það að ég myndi jafnvel afla mér upplýsinga með því að hringja í viðeigandi fyrirtæki og spyrja þá nánar út í þetta allt. En þá datt botninn úr tunnunni og ég missti allt álit á blessuðum manninum þegar hann bað mig að blanda sér ekki inn í þessar umræður!!! Það muni líta út eins og hann væri að stela viðskiptum frá þeim!!! ??? HVAÐ!!?? Þetta er nákvæmlega það sem hann var að gera, hann var búinn að úthúða þeim og svo núna þegar ég ætlaði að tala við það, þá bakkaði hann með þetta allt. Ég var svo ánægð með sjálfa mig þegar ég gekk út úr bankanum, þetta lífgaði upp á daginn að hafa gert fullorðinn karlmann hræddan! :P Ég ætti að gera þetta oftar!
En hvað um það, ég verð að hafa einhverja síðu þar sem ég get sett öll prófin sem ég tek á næturvöktunum og komið með einstaka athugasemd eða lýsingu úr mínu daglega lífi sem oftast er algjörlega tilgangslaus!
Undanfarið hefur mér liðið eins og ég sé að vakna upp úr dvala, lúr sem hefur varað í nokkur ár. Aukaverkanirnar eru mikil geðstyggð og pirringur, og ég þarf að sofa miklu meir en áður (náði 14 tíma lúr um daginn). Svo gæti þetta náttla líka stafað af því að ég fór á túr í 1 og hálfa viku um daginn (veit ykkur langar að vita þetta)! Mjög líklega þó frekar af öllum þessum lyfjum sem ég var sett á, búin að vera flökurt núna næstum samfleytt í 4 vikur, skemmtileg lífsreynsla það. (Og lyktin af harðfiskinum hennar Auðar hefur ekki hjálpað!!)
Jæja eins og ég var að segja hér rétt áðan, þá líður mér eins og ég sé að vakna eftir langan lúr og byrjuð að breyta aðeins mínum gerðum. Sem dæmi þá var hringt til mín um daginn frá Landsbankanum í sambandi við Lífeyrissparnað og ég beðin um að koma og skoða málin hjá þeim! Gamla Alda hefði líklega aldrei farið, en ég ákvað að slá til og í morgun fór ég fyrir allar aldir eða um 1 að hitta einhvern mann þarna. Þessi maður vildi ólmur segja mér hversu illa ég hafði farið að ráði mínu þegar ég valdi mér aukalífeyrissparnaðarleið (eitt orð eða tvö?) fyrir rúmu ári síðan! Svo tjáði hann mér hversu traustur og öruggur Landsbankinn væri og að hann væri sko enginn sölumaður að pranga inn á mig einhverju rusli eins og hinn sölumaðurinn hefði gert (KJAFTÆÐI) þar sem hann væri á föstum launum hjá bankanum. Og sagði mér hversu vitlaus ég var að hafa ekki kannað betur aðra kosti áður en ég ákvað mig(sem ég náttúrulega var). Svo hélt hann áfram að tala illa um hitt fyrirtækið, sýndi mér 1 blað með einni tölu og spurði síðan brosmildur: ætlaru ekki að skrifa undir!!! Ég brosti mínu breiðasta og sagði: nú ert þú búinn, síðustu 10 mínúturnar, að segja mér hversu illa ég hafi farið að ráði mínu að beina viðskiptum mínum í eina átt án þess að kanna vel út í hvað ég hafi verið að fara. Þannig að, að því sögðu þá ætla ég mér að kanna þetta allt nánar áður en ég skrifa undir (Orðalagi hefur verið breytt en merkingunni náð engu að síður). Ég minntist á það að ég myndi jafnvel afla mér upplýsinga með því að hringja í viðeigandi fyrirtæki og spyrja þá nánar út í þetta allt. En þá datt botninn úr tunnunni og ég missti allt álit á blessuðum manninum þegar hann bað mig að blanda sér ekki inn í þessar umræður!!! Það muni líta út eins og hann væri að stela viðskiptum frá þeim!!! ??? HVAÐ!!?? Þetta er nákvæmlega það sem hann var að gera, hann var búinn að úthúða þeim og svo núna þegar ég ætlaði að tala við það, þá bakkaði hann með þetta allt. Ég var svo ánægð með sjálfa mig þegar ég gekk út úr bankanum, þetta lífgaði upp á daginn að hafa gert fullorðinn karlmann hræddan! :P Ég ætti að gera þetta oftar!