Ég fékk þvílíkt hrós í kvöld sem tengdist tönnunum í mér, tilefnið var því mér var boðið að taka þátt í (sem tilraunadýr náttla) að prufa þetta tæki Zoom eða hvað sem það nú hét, sem gerir tennurnar í þér hvítari, fyrir ekki neitt neitt, borga bara efniskostnað. Þið sem horfið á Extreme Makeover þáttinn, tækið með fjólubláa ljósið. En mér var sagt að ég væri með svo hvítar og fallegar tennur að ég ætti barasta ekkert að vera að fikta í þeim! Ég er kannski ekki sammála þessu með litinn en ég er bara eitt bros núna :) Held ég sleppi þessu þótt að þetta hefði verið skemmtilegt. Prufa bara að fara í nokkra túrbótíma í ljós og þá virðast tennurnar vera hvítari án þess að ég sé neitt að fíkta í þeim sjálfum!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home