Hvers á ég að gjalda??? Ömurlegur dagur í dag, frábær í gær en ömurlegur í dag! Byrjaði allt á því að ég vaknaði klst áður en klukkan mín átti að hringja sem gerist "ALDREI". Jæja, ákvað að skella mér í sturtu og gera mig reddý fyrir skólann, jújú sumir gleymdu að kíkja á netið í gærkvöldi og misstu þarafleiðandi af tilkynningunni þar sem niðurfelling tímans var kynnt. Jæja, ákvað að gera best úr öllu og beið hjá múttu eftir næsta tíma, langaði sko ekki í skólann en skyldumæting og sú staðreynd að ég var vel undirbúin fyrir tímannn ýttu mér aftur út í strætó og viti menn, mín opnar skólastofuna og hvað stendur á töflunni nema: Sandra is sick to day and won't be coming!!! ÉG grét, ekki af gleði heldur sorg og þurfti nú að drífa mig til að ná í strætó til að fara heim aftur. Svo var mín búin að lofa sér í bíó kl 18 þannig að eftir klst bið heima fór ég aftur út og nú í Kringluna, sá reyndar ágætis mynd Starsky og Hutch (veit samt ekki hvort ég hefði verið eins ánægð ef ég hefði þurft að borga fyrir aðgang að myndinni). Jú jú, svo var enn á ný farið í skemmtilega strætóferð heim og ég rétt náði að anda áður en ég þurfti að fara aftur út í vinnuna. Hér sit ég nú, ósofin og pirruð og með túrverki og langar heim!!! ÉG HATA STRÆTÓ, HATANN!! Ef ég hefði ekki verið með gula kortið hefði þessi dagur kostað mig einungis 1400 kr í strætóferðir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home