Aldan

laugardagur, mars 06, 2004

Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum eru örfáar hræður sem heimta að ég haldi áfram að blogga! Ekki er það því ég sé góður penni, né áhugaverður, hví í óskupunum lesið þið þessa vitleysu??!!

En hvað um það, ég verð að hafa einhverja síðu þar sem ég get sett öll prófin sem ég tek á næturvöktunum og komið með einstaka athugasemd eða lýsingu úr mínu daglega lífi sem oftast er algjörlega tilgangslaus!

Undanfarið hefur mér liðið eins og ég sé að vakna upp úr dvala, lúr sem hefur varað í nokkur ár. Aukaverkanirnar eru mikil geðstyggð og pirringur, og ég þarf að sofa miklu meir en áður (náði 14 tíma lúr um daginn). Svo gæti þetta náttla líka stafað af því að ég fór á túr í 1 og hálfa viku um daginn (veit ykkur langar að vita þetta)! Mjög líklega þó frekar af öllum þessum lyfjum sem ég var sett á, búin að vera flökurt núna næstum samfleytt í 4 vikur, skemmtileg lífsreynsla það. (Og lyktin af harðfiskinum hennar Auðar hefur ekki hjálpað!!)

Jæja eins og ég var að segja hér rétt áðan, þá líður mér eins og ég sé að vakna eftir langan lúr og byrjuð að breyta aðeins mínum gerðum. Sem dæmi þá var hringt til mín um daginn frá Landsbankanum í sambandi við Lífeyrissparnað og ég beðin um að koma og skoða málin hjá þeim! Gamla Alda hefði líklega aldrei farið, en ég ákvað að slá til og í morgun fór ég fyrir allar aldir eða um 1 að hitta einhvern mann þarna. Þessi maður vildi ólmur segja mér hversu illa ég hafði farið að ráði mínu þegar ég valdi mér aukalífeyrissparnaðarleið (eitt orð eða tvö?) fyrir rúmu ári síðan! Svo tjáði hann mér hversu traustur og öruggur Landsbankinn væri og að hann væri sko enginn sölumaður að pranga inn á mig einhverju rusli eins og hinn sölumaðurinn hefði gert (KJAFTÆÐI) þar sem hann væri á föstum launum hjá bankanum. Og sagði mér hversu vitlaus ég var að hafa ekki kannað betur aðra kosti áður en ég ákvað mig(sem ég náttúrulega var). Svo hélt hann áfram að tala illa um hitt fyrirtækið, sýndi mér 1 blað með einni tölu og spurði síðan brosmildur: ætlaru ekki að skrifa undir!!! Ég brosti mínu breiðasta og sagði: nú ert þú búinn, síðustu 10 mínúturnar, að segja mér hversu illa ég hafi farið að ráði mínu að beina viðskiptum mínum í eina átt án þess að kanna vel út í hvað ég hafi verið að fara. Þannig að, að því sögðu þá ætla ég mér að kanna þetta allt nánar áður en ég skrifa undir (Orðalagi hefur verið breytt en merkingunni náð engu að síður). Ég minntist á það að ég myndi jafnvel afla mér upplýsinga með því að hringja í viðeigandi fyrirtæki og spyrja þá nánar út í þetta allt. En þá datt botninn úr tunnunni og ég missti allt álit á blessuðum manninum þegar hann bað mig að blanda sér ekki inn í þessar umræður!!! Það muni líta út eins og hann væri að stela viðskiptum frá þeim!!! ??? HVAÐ!!?? Þetta er nákvæmlega það sem hann var að gera, hann var búinn að úthúða þeim og svo núna þegar ég ætlaði að tala við það, þá bakkaði hann með þetta allt. Ég var svo ánægð með sjálfa mig þegar ég gekk út úr bankanum, þetta lífgaði upp á daginn að hafa gert fullorðinn karlmann hræddan! :P Ég ætti að gera þetta oftar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home