Aldan

laugardagur, mars 06, 2004

Það sem við horfum á fyrir svefninn hefur þó nokkur áhrif á draumana okkar. Tvö nýleg dæmi, móðir mín, horfði á E.R. stuttu áður en hún fór að sofa, hana dreymdi að hún væri með drep í hársverðinum! Þeir sem horfa á Bráðavaktina muna kannski eftir því að leiðinlegi skurðlæknirinn sem missti annan handlegginn í þyrluslysi var með sár sem komið var drep í, í síðasta þætti. Annað dæmi er frá henni systur minni, en hún var að horfa á Queer Eye for the Straight Man, við skulum bara segja að það hafi farið beint inn í undirmeðvitundina (Veit ekki hvort ég megi segja frá :oP híhí)! Alla vega, gott að hafa í huga þegar valdar eru myndir til gláps seint að kvöldi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home