Aldan

laugardagur, nóvember 08, 2003

Ég var að búa þetta til! Svona eyðir maður tímanum í vitleysu!! 2 Sumarbústaðarferðir framundan! Hlakka ekkert smá til... fyrsta 21 nóvember og seinni reyndar ekki fyrr en eftir áramót! En who cares... ég er á leiðinni í sumarbústað! :)
Bara 1 nótt eftir og þá er ég komin í vikufrí! Reynar er nóg að gera í skólanum, þarf að lesa svo hræðilega mikið. Prófin nálgast óðfluga... þarna er þetta aftur.. óð-fluga! Það er búið að vera mikill gestagangur heima.. miklu meira en vanalega... frænkur mínar komu í mat í gær og spádóm! Það sem þær geta kjaftað kellurnar... maður er orðinn heyrnarlaus eftir þær! Ég hélt að mútta talaði mikið en þá komu hinar 2 og kjöftuðu enn þá meira... ég held þær hafi meira segja sleppt því að anda bara til að leyfa hinum ekki að grípa fram í! :)

Týpist með vinnuna.. kom með stóran dúnk af kakó og viti menn... eftir endalaust tuð og 2 ára bið eða meiri er komin kaffi/kakó vél inn á kaffistofu! Þvílíkur lúxus.... samt mætti aðeins laga stillingarnar því kakóið er frekar vatnsmikið enda vatnskakó þarna á ferðinni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home