Þá styttist í það.. próf og slátur! Á morgun... fer í próf til klukkan sjö takk fyrir og strax þar á eftir í innvolsin... reyndar mun ég ekki leggja þau mér til munns.. einungis horfa á þau og gretta mig! Frétti að það ætti að hafa graut bara fyrir mig! ;) Annars var fjölgun í fjölskyldunni í gær! Símón eða Símon eins og við kjósum að kalla hann.. númer 2 er nú orðinn virkur fjölskyldumeðlimur og sannaði það með því að kyssa múttu á nebbatrýnið þegar hann kom í gær! Símon sem er skýrður í höfuðið á Tímoni (og Púmba) er gulbröndóttur kettlingur sem er frændi Sófus heitins! Algjört krútt.. svaf uppi í hjá mér í nótt, systir mín þurfti reyndar að bjarga honum úr flækju fóta minna... á meðan hraut ég eins og prinsessan á bauninni gerði í leikritinu forðum daga! Svo í morgun þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan 8 lá hann bak við mig og ég rúllaði mér yfir hann til þess að slökkva á henni.. vona að það sé í lagi með hann.... til að vera örugg um að vera sátt tók ég hann í fangið á mér og sofnaði aftur... næst vaknaði ég klukkan 9 þegar hann var eitthvað að narta í mig! Var hálf fegin því ég þurfti að mæta í skólann til að skila Ellu afbrotafræðibókunum, sendi henni sms og fékk þær fréttir að hún væri nú bara heima.. notaði svo tímann til að reyna að klára að lesa þær.. það gekk ekki sem fyrri daginn en hún var svo mikill gæðingur að lána mér þær aðeins lengur!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home