Nú er sá tími ársins kominn þegar maður finnur þessa einstöku þörf að skipuleggja sjálfan sig, ég gekk svo langt að seinast þegar fór á bókasafnið þá tók ég bókina Organising Your Life. Í fyrstu leit hún voða spennandi út, er í svona stíl eins og Idiot Guide bækurnar sem ég hef rosalega gaman af (skrýtið??) en svo fór ég að fletta í gegnum hana og þetta er aðallega fyrir einhverja stórlaxa. Verið að kenna þeim hvernig þú átt að vera betri yfirmaður og eitthvað kjaftæði sem ég hef enga þörf með. Svo er sagt að þú eigir að hafa á öllum stundum á þér einhvers konar fílófax en það mætti nú frekar kalla það fílafax, maður á að troða svo miklu í það. Sorry Stína en það bara kemst ekki mikið meira fyrir í handtöskuna mína eins og er, hún myndi fara á saumunum!! Svo var verið að gefa dæmi um það hvernig þú átt að gera svona tímaplan og fylla það út fyrir ALLT sem þú gerir
05:00 fór á klósettið (2 mín)
05.02 rak hnéð í stofuborðið á leiðinni til baka í rúmið (2sek)
06.50 slökkti á vekjaraklukkunni (1 mín)
07.05 missti tannkremstúbuna ofan í klósettið (1sek)
08.00 mætti í skólann
08.12 talaði við Unu á ganginum (12 mín)
09.00 dottaði (7 mín)
ÉG meina HVer nennir að gera þetta? og svo átti að telja saman tímann sem fór til spillis eða nýttist illa og vinna að því að laga hann. En Halló það fara svona 3 klst að skrifa þetta allt! Góð hugmynd samt sem áður... þarf ekki að vera svo ýkt!
05:00 fór á klósettið (2 mín)
05.02 rak hnéð í stofuborðið á leiðinni til baka í rúmið (2sek)
06.50 slökkti á vekjaraklukkunni (1 mín)
07.05 missti tannkremstúbuna ofan í klósettið (1sek)
08.00 mætti í skólann
08.12 talaði við Unu á ganginum (12 mín)
09.00 dottaði (7 mín)
ÉG meina HVer nennir að gera þetta? og svo átti að telja saman tímann sem fór til spillis eða nýttist illa og vinna að því að laga hann. En Halló það fara svona 3 klst að skrifa þetta allt! Góð hugmynd samt sem áður... þarf ekki að vera svo ýkt!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home