Aldan

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Myndir frá kvöldinu,

Viewers discretion advised!

Ég lét myndavélina frá mér í kvöld og svo eru allt í einu búið að taka yfir 80 myndir á hana... hmmm vírað! Myndir koma þegar ég hef heilsu og tíma til!

Takk æðislega vel fyrir mig ;)

MJÖG vel heppnað þó ég segi sjálf frá.... þið eruð öll frábær...

Gónótt!

föstudagur, ágúst 24, 2007

Ljónið

You may secretly look down on this kind of day because it means that the sky won't suddenly open up. Half a dozen aliens won't come crawling down a ladder asking you to come and marry their leader, who needs a mate on a dying planet to repopulate their world. The planetary aspect at play brings the chance to relax, which may be a unique experience in itself.

Fjandinn...

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

The wound that could only be healed by the sword that inflicted it...

föstudagur, ágúst 17, 2007

Speki dagsins

Það er erfitt að vera jákvæður þegar maður er neikvæður!

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Ég er núna búin að hugsa "jákvætt" í nokkra daga... samt bólar ekkert á kærastanum, bílnum, íbúðinni eða lottóvinningnum.. djössins kjaftæði...

Djók :)

Neinei, vildi bara byrja á öðru bloggi... ég hef ekkert bloggað neitt í marga marga daga og það segir enginn neitt við því. Ég ætla ekki að taka þessu persónulega þar sem það virðast fáir vera að blogga í dag og kommenta, fólk er í sumarfríi, latt eða uninspired! Sumarið er að verða búið, myrkrið er hægt og rólega að taka yfir nóttina. Ég er hálf andlaus eitthvað, vanalega hefur þessi tími fyllt mig andgift en ég virðist eitthvað tóm þessa dagana. Kenni sumarbústaðarleysi og bara "náttúruleysi" um, fór þó í sumarbústað í fyrradag (ergo blogg dagsins)..

Við Auður E. og Ragnar bróðir hennar brunuðum til Sandgerðis í von um smá tilbreytingu, grilluðum og slöppuðum af.. svo mættum við eiturhressar á vaktina í Keflavík... það var smá fjör, sjá aðstöðuna hérna og prófa eitthvað nýtt. Eftir vaktina, héldum við öll græn af þreytu aftur í bústað, aftur var grillað og slappað af. Rosa kósý. Það sem stóð upp úr var þó útisturtan, að standa nakin undir berum himni í hávaðaroki og kulda í heitri sturtu, þetta var dýrlegt... ég ætlaði ekki að fást undan sturtunni... Þegar við mættum svo á vaktina aftur í kvöld leið mér eins og ég hefði verið búin að vera í fríi í marga daga en ekki búin að vinna 100 tíma á 14 dögum.. svo endurnærð var ég. Núna kl sjö er ég ekki alveg jafn hress, en mér líður þó gasalega vel.

Þar til seinna...

Þú skapar þinn eigin veruleika!

"Leyndarmálið" er á allra vörum í dag. Vinur minn sagði við mig um daginn að ég "yrði" að horfa á myndina, ég sagðist taka það til íhugunar. Sama kvöld var mér gefin bókin um Leyndarmálið í afmælisgjöf. Ég ákvað að heimurinn væri að reyna að segja mér eitthvað svo seinna um nóttina kíkti ég á myndina.

Boðskapurinn er góður, þú skapar þinn eigin veruleika með hugsunum þínum. Með jákvæðum hugsunum laðaru að þér jákvæða hluti og öfugt. Allt er mögulegt með réttum hugsunarhætti. Jújú, maður getur viðurkennt það að þetta hljómar rosalega vel, en svo fer maður velta því fyrir sér hvort það sé virkilega hægt að laða að sér margar milljónir, bíl, hús og draumamanninn bara með jákvæðum hugsunum?

En þarna liggur akkurat vandinn, maður á ekki að efast, við eigum að taka í burtu allar hindranir og hugsa bara um bestu mögulegu útkomu og það er hún sem á að birtast manni að lokum. Togstreitan er gífurleg! Manni hefur verið kennt að vona hið besta en samt hafa alltaf í huga að manni geti mistekist og þar af leiðandi verið búinn að búa sig undir vonbrigði. Alla vega er það eitthvað sem ég hef vanist í gegnum tíðina. Er virkilega hægt að breyta hugsunarhættinum og útiloka mistök, eða vonbrigði? Gæti ástæða fyrir mínum "vonbrigðum" verið sú að með því að vera viðbúin því versta þá hafi ég dregið "vonbrigðin" til mín? Þetta er það sem bókin/myndin kennir manni og þessu þarf maður að breyta.

Það eru nokkrir hlutir þarna sem ég er ósammála, en á hinn bóginn er svo miklu meira þarna sem ég trúi að gæti verið mikið til í. Ég er allavega ein af þeim sem hef alltaf haldið því fram að það versta mögulega sem gæti gerst muni gerast. Sósublettur á nýþvegnu hvítu skyrtuna, fá bólur þegar maður vill vera sem sætastur, verða fótaskortur á tungunni í kringum sæta strákinn, bíllinn bilar á leið út úr bænum í ferðalag, 80 þús kr reikningur frá Lín á sama tíma og ég þarf að borga skólagjöldin ;) ... jájá.. dæmin mín eru alltof mörg. Það sem maður einblínir á og hugsar mest um að gerist, mun gerast... málið er að maður er vanur að hugsa um það neikvæða í staðinn fyrir það jákvæða...

Eins og ég sagði áðan, boðskapurinn er góður. Markmiðið er líka gott. Láttu lífið vinna með þér, ekki á móti. Jákvæðar hugsanir laða að sér jákvæða hluti, jákvæðar hugsanir láta þér líða betur... Thoughts become things...

Kíkið á þetta.. mæli með því.

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Naglinn og höfuðið

The female Monkey
You are an excitable and unpredictable person, and can cause a great deal of disruption with your frequent mood swings, but that's the way you are and if they can't take a joke they know where they can stuff it. When sufficiently entertained, you are one of the most charming and loveable people around, and it is the responsibility of others, as you see it, to keep you that way at all times.

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Afleiðingar þess að eiga rússneska nágranna...

Í nótt dreymdi mig að KGB eða álíka ruddist hér inn í íbúðina, þeir voru að fara að uppræta rússneskan glæpaflokk sem var staðsettur hér í blokkinni og þurfti afdrep fyrir árásina. Þeir horfðu á sjónvarpið með mér og klöppuðu kisunum!

Vírað en ég komst á sjéns! Vladimir var sætur!

Dagurinn í dag

Anna mín er búin að vera á landinu í heila viku, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Sumarið er að hefja síðasta þriðjunginn og það má jafnvel segja að það sé myrkur úti núna. Ég hef áður talað um að þessi tími, er minn tími. Persephone snýr aftur til ástmanns síns, skólinn hefst.

Hjá mér hefst árið í september, því lýkur í ágúst. Líklega tengist þetta skólagöngunni, þegar ég var yngri elskaði ég skólasetningar, hefðina að fara og kaupa nýtt skóladót og jafnvel ný föt fyrir skólann ef ég var heppin. Þetta var fjör fyrstu vikurnar, svo fór nýjabrumið af og ég fór að leita leiða til að komast hjá því að mæta. Í tíunda bekk sást ég varla í skólanum, síðasta mánuðinn eftir samræmdu prófin mætti ég bara alls ekkert þangað, ég held mér sé óhætt að segja að ég hafi verið í uppáhaldi hjá einstaka kennara því ég komst upp með þetta. Það var aldrei haft samband við mömmu vegna lélegrar skólasóknar, einkunnirnar voru góðar og ég var góð stelpa. Engin vandræði á Öldu. Ég var yfirleitt voða þæg, reyndi þó stundum að brjóta mynstrið. Fékk tattú þegar ég var 14, fór á skemmtistaði sem höfðu 20 ára aldurstakmark með systur minni og vinum hennar og smakkaði landa sem þó var skipt fljótlega út fyrir vodka. Leyfði vinkonu minni að komast í hárið á mér, hún aflitaði það og klippti það stutt, þvílíka hörmungin sem það var! Sem betur fer eyddi ég miklum hluta af þessu sumri í Svíþjóð svo það muna fáir eftir þessu. Ætli ég hafi ekki tekið út of mikið á fjórtánda árinu, snerti svo varla áfengi þar til ég varð tvítug.

Ég lenti þó næstum því í miklum vandræðum þegar ég hélt partý í óleyfi í tómri íbúð móður minnar, átti að vera rólegt stelpupartý, allar búnar að ljúga einhverju að foreldrum og við höfðum reddað áfengi. Svo varð strákahópur var við okkur þar sem við vorum út að svölum, og vildu þeir ólmir komast í fjörið. Þeim var hleypt inn á stigagang en ekki lengra, þeir urðu svo brjálaðir að fá ekki að komast upp að þeir gengu berserksgang og brutu alla póstkassana í stigaganginum og eina rúðu eða svo. Við stelpurnar flúðum upp í íbúð við lætin og sluppum úr augnsýn rétt áður en að nágrannarnir æddu fram á ganginn til að ahuga hvaðan þessi hamagangur kæmi. Með hjartað í náttbuxunum biðum við eftir að það yrði bankað upp á. Skelfingu lostnar sáum við lögregluna keyra upp að húsinu, og jú, það var bankað. Nágranninn á móti vildi vita hvort við ættum þátt í þessu, "neinei, auðvitað ekki" sögðum við allar í kór. Við sluppum... enda var Alda svo saklaus og góð, hún gæti ekki átt í hlut. Auðvitað voru strákarnir gerendurnir, en ég var breytan sem setti atburðarásina í gang.

Mér finnst leiðinlegt þegar fólk setur mig í flokka, þó ég viðurkenni alveg að ég geri það við aðra. Mér finnst gaman að koma fólki á óvart með því að breyta hegðun minni, gera eitthvað villt og galið einstöku sinnum. Breyta til og gera það sem fólk býst ekki við. Þó að visst öryggi fylgir stöðugleikanum þá er hitt bara svo fjandi skemmtilegt. Á morgun er ég að hugsa um að fara í öfugar nærbuxurnar og heilsa ekki nágrannanum niðri með sígarettuna! Villt segi ég, villt!

En já, þetta var langur útúrdúr, Anna er á landinu.. það er búið að vera alveg frábært að hafa hana. Reyndar erum við búnar að sofa mikið síðan hún kom, þar til í fyrradag, síðan þá hef ég lítið sem ekkert sofið, líklega búin með kvótann. Hryllingsmyndakvótinn hefur einnig verið tekinn út fyrir árið og mér er sama þó ég horfi ALDREI aftur á mynd með uppvakningum eða þar sem limir eru sagaðir af með ryðgaðri sög. En, maður gerir ýmislegt fyrir stóru systur, í dag fæ ég hinsvegar að ráða! Ég kláraði Potter á afmælisdegi aðalsöguhetjunnar sem var viðeigandi. Næst á dagskrá er "Viltu vinna milljarð" sem er búin bíða í plastinu síðan í byrjun júní. Skemmtilegt hvað áhuginn á afþreyingarbókum eykst þegar tími skólabóka fer að renna í garð.

En nú er tími drauma og svefns runninn upp. Leiter.

p.s. smá uppdeit, plastfilman í baðherbergisglugganum hefur fengið að vera í friði undanfarna daga... Anna kom og þeir fengu athygli svo þeir hættu. Sjáum hvað gerist þegar Anna flýgur af landi brott aftur.

p.p.s. ég kenni svefnleysi um slitrótt samhengi... GN

Arthúr









Arthúr