Dagurinn í dag
Anna mín er búin að vera á landinu í heila viku, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Sumarið er að hefja síðasta þriðjunginn og það má jafnvel segja að það sé myrkur úti núna. Ég hef áður talað um að þessi tími, er minn tími. Persephone snýr aftur til ástmanns síns, skólinn hefst.
Hjá mér hefst árið í september, því lýkur í ágúst. Líklega tengist þetta skólagöngunni, þegar ég var yngri elskaði ég skólasetningar, hefðina að fara og kaupa nýtt skóladót og jafnvel ný föt fyrir skólann ef ég var heppin. Þetta var fjör fyrstu vikurnar, svo fór nýjabrumið af og ég fór að leita leiða til að komast hjá því að mæta. Í tíunda bekk sást ég varla í skólanum, síðasta mánuðinn eftir samræmdu prófin mætti ég bara alls ekkert þangað, ég held mér sé óhætt að segja að ég hafi verið í uppáhaldi hjá einstaka kennara því ég komst upp með þetta. Það var aldrei haft samband við mömmu vegna lélegrar skólasóknar, einkunnirnar voru góðar og ég var góð stelpa. Engin vandræði á Öldu. Ég var yfirleitt voða þæg, reyndi þó stundum að brjóta mynstrið. Fékk tattú þegar ég var 14, fór á skemmtistaði sem höfðu 20 ára aldurstakmark með systur minni og vinum hennar og smakkaði landa sem þó var skipt fljótlega út fyrir vodka. Leyfði vinkonu minni að komast í hárið á mér, hún aflitaði það og klippti það stutt, þvílíka hörmungin sem það var! Sem betur fer eyddi ég miklum hluta af þessu sumri í Svíþjóð svo það muna fáir eftir þessu. Ætli ég hafi ekki tekið út of mikið á fjórtánda árinu, snerti svo varla áfengi þar til ég varð tvítug.
Ég lenti þó næstum því í miklum vandræðum þegar ég hélt partý í óleyfi í tómri íbúð móður minnar, átti að vera rólegt stelpupartý, allar búnar að ljúga einhverju að foreldrum og við höfðum reddað áfengi. Svo varð strákahópur var við okkur þar sem við vorum út að svölum, og vildu þeir ólmir komast í fjörið. Þeim var hleypt inn á stigagang en ekki lengra, þeir urðu svo brjálaðir að fá ekki að komast upp að þeir gengu berserksgang og brutu alla póstkassana í stigaganginum og eina rúðu eða svo. Við stelpurnar flúðum upp í íbúð við lætin og sluppum úr augnsýn rétt áður en að nágrannarnir æddu fram á ganginn til að ahuga hvaðan þessi hamagangur kæmi. Með hjartað í náttbuxunum biðum við eftir að það yrði bankað upp á. Skelfingu lostnar sáum við lögregluna keyra upp að húsinu, og jú, það var bankað. Nágranninn á móti vildi vita hvort við ættum þátt í þessu, "neinei, auðvitað ekki" sögðum við allar í kór. Við sluppum... enda var Alda svo saklaus og góð, hún gæti ekki átt í hlut. Auðvitað voru strákarnir gerendurnir, en ég var breytan sem setti atburðarásina í gang.
Mér finnst leiðinlegt þegar fólk setur mig í flokka, þó ég viðurkenni alveg að ég geri það við aðra. Mér finnst gaman að koma fólki á óvart með því að breyta hegðun minni, gera eitthvað villt og galið einstöku sinnum. Breyta til og gera það sem fólk býst ekki við. Þó að visst öryggi fylgir stöðugleikanum þá er hitt bara svo fjandi skemmtilegt. Á morgun er ég að hugsa um að fara í öfugar nærbuxurnar og heilsa ekki nágrannanum niðri með sígarettuna! Villt segi ég, villt!
En já, þetta var langur útúrdúr, Anna er á landinu.. það er búið að vera alveg frábært að hafa hana. Reyndar erum við búnar að sofa mikið síðan hún kom, þar til í fyrradag, síðan þá hef ég lítið sem ekkert sofið, líklega búin með kvótann. Hryllingsmyndakvótinn hefur einnig verið tekinn út fyrir árið og mér er sama þó ég horfi ALDREI aftur á mynd með uppvakningum eða þar sem limir eru sagaðir af með ryðgaðri sög. En, maður gerir ýmislegt fyrir stóru systur, í dag fæ ég hinsvegar að ráða! Ég kláraði Potter á afmælisdegi aðalsöguhetjunnar sem var viðeigandi. Næst á dagskrá er "Viltu vinna milljarð" sem er búin bíða í plastinu síðan í byrjun júní. Skemmtilegt hvað áhuginn á afþreyingarbókum eykst þegar tími skólabóka fer að renna í garð.
En nú er tími drauma og svefns runninn upp. Leiter.
p.s. smá uppdeit, plastfilman í baðherbergisglugganum hefur fengið að vera í friði undanfarna daga... Anna kom og þeir fengu athygli svo þeir hættu. Sjáum hvað gerist þegar Anna flýgur af landi brott aftur.
p.p.s. ég kenni svefnleysi um slitrótt samhengi... GN
Hjá mér hefst árið í september, því lýkur í ágúst. Líklega tengist þetta skólagöngunni, þegar ég var yngri elskaði ég skólasetningar, hefðina að fara og kaupa nýtt skóladót og jafnvel ný föt fyrir skólann ef ég var heppin. Þetta var fjör fyrstu vikurnar, svo fór nýjabrumið af og ég fór að leita leiða til að komast hjá því að mæta. Í tíunda bekk sást ég varla í skólanum, síðasta mánuðinn eftir samræmdu prófin mætti ég bara alls ekkert þangað, ég held mér sé óhætt að segja að ég hafi verið í uppáhaldi hjá einstaka kennara því ég komst upp með þetta. Það var aldrei haft samband við mömmu vegna lélegrar skólasóknar, einkunnirnar voru góðar og ég var góð stelpa. Engin vandræði á Öldu. Ég var yfirleitt voða þæg, reyndi þó stundum að brjóta mynstrið. Fékk tattú þegar ég var 14, fór á skemmtistaði sem höfðu 20 ára aldurstakmark með systur minni og vinum hennar og smakkaði landa sem þó var skipt fljótlega út fyrir vodka. Leyfði vinkonu minni að komast í hárið á mér, hún aflitaði það og klippti það stutt, þvílíka hörmungin sem það var! Sem betur fer eyddi ég miklum hluta af þessu sumri í Svíþjóð svo það muna fáir eftir þessu. Ætli ég hafi ekki tekið út of mikið á fjórtánda árinu, snerti svo varla áfengi þar til ég varð tvítug.
Ég lenti þó næstum því í miklum vandræðum þegar ég hélt partý í óleyfi í tómri íbúð móður minnar, átti að vera rólegt stelpupartý, allar búnar að ljúga einhverju að foreldrum og við höfðum reddað áfengi. Svo varð strákahópur var við okkur þar sem við vorum út að svölum, og vildu þeir ólmir komast í fjörið. Þeim var hleypt inn á stigagang en ekki lengra, þeir urðu svo brjálaðir að fá ekki að komast upp að þeir gengu berserksgang og brutu alla póstkassana í stigaganginum og eina rúðu eða svo. Við stelpurnar flúðum upp í íbúð við lætin og sluppum úr augnsýn rétt áður en að nágrannarnir æddu fram á ganginn til að ahuga hvaðan þessi hamagangur kæmi. Með hjartað í náttbuxunum biðum við eftir að það yrði bankað upp á. Skelfingu lostnar sáum við lögregluna keyra upp að húsinu, og jú, það var bankað. Nágranninn á móti vildi vita hvort við ættum þátt í þessu, "neinei, auðvitað ekki" sögðum við allar í kór. Við sluppum... enda var Alda svo saklaus og góð, hún gæti ekki átt í hlut. Auðvitað voru strákarnir gerendurnir, en ég var breytan sem setti atburðarásina í gang.
Mér finnst leiðinlegt þegar fólk setur mig í flokka, þó ég viðurkenni alveg að ég geri það við aðra. Mér finnst gaman að koma fólki á óvart með því að breyta hegðun minni, gera eitthvað villt og galið einstöku sinnum. Breyta til og gera það sem fólk býst ekki við. Þó að visst öryggi fylgir stöðugleikanum þá er hitt bara svo fjandi skemmtilegt. Á morgun er ég að hugsa um að fara í öfugar nærbuxurnar og heilsa ekki nágrannanum niðri með sígarettuna! Villt segi ég, villt!
En já, þetta var langur útúrdúr, Anna er á landinu.. það er búið að vera alveg frábært að hafa hana. Reyndar erum við búnar að sofa mikið síðan hún kom, þar til í fyrradag, síðan þá hef ég lítið sem ekkert sofið, líklega búin með kvótann. Hryllingsmyndakvótinn hefur einnig verið tekinn út fyrir árið og mér er sama þó ég horfi ALDREI aftur á mynd með uppvakningum eða þar sem limir eru sagaðir af með ryðgaðri sög. En, maður gerir ýmislegt fyrir stóru systur, í dag fæ ég hinsvegar að ráða! Ég kláraði Potter á afmælisdegi aðalsöguhetjunnar sem var viðeigandi. Næst á dagskrá er "Viltu vinna milljarð" sem er búin bíða í plastinu síðan í byrjun júní. Skemmtilegt hvað áhuginn á afþreyingarbókum eykst þegar tími skólabóka fer að renna í garð.
En nú er tími drauma og svefns runninn upp. Leiter.
p.s. smá uppdeit, plastfilman í baðherbergisglugganum hefur fengið að vera í friði undanfarna daga... Anna kom og þeir fengu athygli svo þeir hættu. Sjáum hvað gerist þegar Anna flýgur af landi brott aftur.
p.p.s. ég kenni svefnleysi um slitrótt samhengi... GN
5 Comments:
Til hamingju með afmælið elsku Alda min, njóttu dagsins í botn:)
afmæliskveðjur, frá Árósum
By Bjorkin, at 10:34 f.h.
Takk fyrir það, Ásta mín :)
By Aldan, at 11:45 f.h.
enn og aftur til hammó með ammó.
og haltu áfram að koma okkur á óvart :)
hlk
By Nafnlaus, at 7:18 e.h.
Til hammó aftur með ammó... ;)
Þetta var skemmtilegt blogg... :)
Mana þig að fara út úr comfort-zone og gera eitthvað villt og galið!
Gó görl...
Kveðja,
Magga
By Nafnlaus, at 7:21 e.h.
Takk stelpur :) þið rokkið
By Aldan, at 7:48 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home