Aldan

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Ég er núna búin að hugsa "jákvætt" í nokkra daga... samt bólar ekkert á kærastanum, bílnum, íbúðinni eða lottóvinningnum.. djössins kjaftæði...

Djók :)

Neinei, vildi bara byrja á öðru bloggi... ég hef ekkert bloggað neitt í marga marga daga og það segir enginn neitt við því. Ég ætla ekki að taka þessu persónulega þar sem það virðast fáir vera að blogga í dag og kommenta, fólk er í sumarfríi, latt eða uninspired! Sumarið er að verða búið, myrkrið er hægt og rólega að taka yfir nóttina. Ég er hálf andlaus eitthvað, vanalega hefur þessi tími fyllt mig andgift en ég virðist eitthvað tóm þessa dagana. Kenni sumarbústaðarleysi og bara "náttúruleysi" um, fór þó í sumarbústað í fyrradag (ergo blogg dagsins)..

Við Auður E. og Ragnar bróðir hennar brunuðum til Sandgerðis í von um smá tilbreytingu, grilluðum og slöppuðum af.. svo mættum við eiturhressar á vaktina í Keflavík... það var smá fjör, sjá aðstöðuna hérna og prófa eitthvað nýtt. Eftir vaktina, héldum við öll græn af þreytu aftur í bústað, aftur var grillað og slappað af. Rosa kósý. Það sem stóð upp úr var þó útisturtan, að standa nakin undir berum himni í hávaðaroki og kulda í heitri sturtu, þetta var dýrlegt... ég ætlaði ekki að fást undan sturtunni... Þegar við mættum svo á vaktina aftur í kvöld leið mér eins og ég hefði verið búin að vera í fríi í marga daga en ekki búin að vinna 100 tíma á 14 dögum.. svo endurnærð var ég. Núna kl sjö er ég ekki alveg jafn hress, en mér líður þó gasalega vel.

Þar til seinna...

3 Comments:

  • Afhverju var mér ekki boðið í þessa "dýrlegu" útisturtu? Ha? Svaraðu!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:26 f.h.  

  • Auðvitað hefði þér verið boðið með hefðiru verið á staðnum.

    Næst bara...

    By Blogger Aldan, at 4:12 e.h.  

  • Frábært!

    Kveðja,
    Magga

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home