Aldan

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Þú skapar þinn eigin veruleika!

"Leyndarmálið" er á allra vörum í dag. Vinur minn sagði við mig um daginn að ég "yrði" að horfa á myndina, ég sagðist taka það til íhugunar. Sama kvöld var mér gefin bókin um Leyndarmálið í afmælisgjöf. Ég ákvað að heimurinn væri að reyna að segja mér eitthvað svo seinna um nóttina kíkti ég á myndina.

Boðskapurinn er góður, þú skapar þinn eigin veruleika með hugsunum þínum. Með jákvæðum hugsunum laðaru að þér jákvæða hluti og öfugt. Allt er mögulegt með réttum hugsunarhætti. Jújú, maður getur viðurkennt það að þetta hljómar rosalega vel, en svo fer maður velta því fyrir sér hvort það sé virkilega hægt að laða að sér margar milljónir, bíl, hús og draumamanninn bara með jákvæðum hugsunum?

En þarna liggur akkurat vandinn, maður á ekki að efast, við eigum að taka í burtu allar hindranir og hugsa bara um bestu mögulegu útkomu og það er hún sem á að birtast manni að lokum. Togstreitan er gífurleg! Manni hefur verið kennt að vona hið besta en samt hafa alltaf í huga að manni geti mistekist og þar af leiðandi verið búinn að búa sig undir vonbrigði. Alla vega er það eitthvað sem ég hef vanist í gegnum tíðina. Er virkilega hægt að breyta hugsunarhættinum og útiloka mistök, eða vonbrigði? Gæti ástæða fyrir mínum "vonbrigðum" verið sú að með því að vera viðbúin því versta þá hafi ég dregið "vonbrigðin" til mín? Þetta er það sem bókin/myndin kennir manni og þessu þarf maður að breyta.

Það eru nokkrir hlutir þarna sem ég er ósammála, en á hinn bóginn er svo miklu meira þarna sem ég trúi að gæti verið mikið til í. Ég er allavega ein af þeim sem hef alltaf haldið því fram að það versta mögulega sem gæti gerst muni gerast. Sósublettur á nýþvegnu hvítu skyrtuna, fá bólur þegar maður vill vera sem sætastur, verða fótaskortur á tungunni í kringum sæta strákinn, bíllinn bilar á leið út úr bænum í ferðalag, 80 þús kr reikningur frá Lín á sama tíma og ég þarf að borga skólagjöldin ;) ... jájá.. dæmin mín eru alltof mörg. Það sem maður einblínir á og hugsar mest um að gerist, mun gerast... málið er að maður er vanur að hugsa um það neikvæða í staðinn fyrir það jákvæða...

Eins og ég sagði áðan, boðskapurinn er góður. Markmiðið er líka gott. Láttu lífið vinna með þér, ekki á móti. Jákvæðar hugsanir laða að sér jákvæða hluti, jákvæðar hugsanir láta þér líða betur... Thoughts become things...

Kíkið á þetta.. mæli með því.

3 Comments:

  • er alveg sammála þér

    er buín að lesa bókina og á nú eftir að horfa á myndina en það eru nokkrir hlutir sem ég er ósammála og sé ekki alveg hvernig eigi að ganga upp.

    með jákvæða hluti í lífinu hef ég oft ekki viljað vona það besta þar sem ég er svo hrædd um að "jinxa". kannski e-ð innprentað í mig. svo finnst mér eins og að það neikvæða gangi upp. um daginn var ég í leiðu skapi og sagði ákveðinn hlut (sem skiptir ekki máli). Daginn eftir gerðist það sem ég hafði hugsað og í raun hafði ég búist við að þetta gerðist. þarna tel ég lögmálið vera að verka. ég hugsaði neikvætt og dró þ.a.l. að mér það neikvæða.

    veit ekki af hverju, en mér finnst oftar að neikvæðir hlutir gerist en jákvæðir. kannski vegna þess að mar vill ekki vera of jákvæður og þ.a.l. jinxa. en þar strandar mar á atriði nr. 2 í kjörorðum leyndarmálsins: ask-belief receive.

    mar leggur fram ósk sína skýrt - en fer ekki alla leið - trúir ekki að mar geti fengið hlutinn og þ.a.l. hagar mar sér ekki eins og mar hafi fengið hlutinn.

    allt samverkandi þættir.

    hvað segiru alda; eigum við að styðja hvor aðra í jákvæðri hugsun ;)

    hanna panna (afsakið ritræpuna)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:27 f.h.  

  • Elsku kellingarnar mínar! Skiptir nokkru einasta máli hvort þið séuð sammála þessu eða ekki? Var einhver að spyrja ykkur álits? Eins og þið segið sjálfar er þetta allt spurning um að taka þessu bara nákvæmlega eins og þetta er. Enginn afsláttur veittur. Og eins og ágætur maður sagði: Maður hefur engu að tapa með því að gera þetta eins og bókinn segir - en allt að græða.

    Það held ég nú!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:25 f.h.  

  • Hanna: ekkert að afsaka bara gaman að sjá "your take" á þessu. Og jú, styðjum hvor aðra í jákvæðninni!

    Kalli: spurning um að minnka lyfjaskammtinn!

    Nei grín... takk e'skurnar mínar.. gaman að sjá að þið eruð lifandi ;)

    By Blogger Aldan, at 3:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home