Aldan

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Hetjan hún Alda

Já, hvorki meira né minna en 666 atkvæði voru greidd af minni hálfu í nótt! 1118 fyrir hönd okkar beggja.. ef ekki meira þar sem þetta eru einungis örugg atkvæði...

Ég er bara ánægð með næturverkið :)

Ó happý day!

Og þegar ég hélt ég gæti ekki orðið ánægðari með vaktina þá sé ég að það er búið að uppfæra þetta :O)

Annars ætla skötuhjúin að yfirgefa mig og gríslingana í nokkra daga... ætla flýja norður í land! Það verður fínt að losna við þau, þetta pakk.. hehe nei... ég lýg því... voða þægilegt að hafa þau! Þetta virkar líka svo fínt, þau geta hnoðast meðan ég er á næturvöktum... vil bara taka fram að Netverjinn á heiðurinn á þessu skemmtilega orðatiltæki sem ég mun héðan í frá nota óspart! "Loveless Copulation" er einnig hátt á lista en það er hún Dolly sem á víst heiðurinn af því! Ég var nefnilega bókstaflega NEYDD til að horfa á The Best Little Whorehouse in Texas, en það hjálpaði að félagsskapur var góður og veigarnar líka! :P Neinei.. hún Dolly getur verið áhugaverð og líf mitt er litríkara eftir að ég kynntist henni... ermm.. já.. (var þetta nóg Kalli minn?? )
Sama kvöld var Touch of Pink tekin á leigu, alveg ágætis mynd þó það hefði nákvæmlega ekki neitt gerst í henni. Sætir strákar.. og búið. Kannski veigarnar hafi eitthvað hjálpað til þar líka!

Magni the Magnificent

Auðvitað stóð til að nota tækifærið í nótt og kjósa Magna svona fyrst maður átti nú að vaka en svo ákvað Fyrirtækið að tilnefna okkur næturvaktina sem fulltrúa fyrirtækisins og eigum við núna að kjósa Magna fyrir hönd þess og telja atkvæðin svo hægt sé nú að gorta yfir þessum hundruðum atkvæða sem við hyggjumst veita honum í kvöld! Fékk hvorki meira né minna en 6 tölvupósta í dag varðandi þetta málefni og svona til að koma manni í gírinn þá ákvað Fyrirtækið líka að splæsa á okkur mat og drykk svona til að halda okkur í lagi meðan við kjósum! Ekki amalegt það!

Ég sé að ég á að vinna líka á þriðjudaginn í næstu viku, spurning hvort þetta verði ekki vikulegt ef við stöndum okkur vel ;)


Það hafa þó vaknað grunsemdir varðandi raunverulega ástæðu þessar góðvildar Fyrirtækisins. Traustar heimildir eru fyrir því að Stóra-Loppa, stóra systir Loppu hinnar sálugu, sé farin á stjá, leitandi hefndar á afdrifum systur sinnar!

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Liberavi animam meam!

Nýir og betri tímar framundan! Búið að bóka ferð til London! Allt að gerast!

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Blogg

Einhverjir (samt alltof fáir *hint*) hafa verið að væla um bloggfærslu! Það er voða erfitt að blogga þegar maður hefur ekkert að segja!! Lífið gengur sinn vanagang... Robin hennar Önnu kemur til okkar núna á miðvikudag og verður fram í byrjun september en þá fara þau bæði út til Bretlands! :( Auðvitað á að skilja mig eftir hér á þessum guðsvolaða klaka.. aleina með tvo ketti.. reyndar bara þar til í lok september en mér er sama!!! ALEIN!! Já... svona er lífið harkalegt stundum!!

En hvað um það.. Menningarnótt kom og fór.. Netverjinn bauð okkur Menngóliðum í þennan yndæliskvöldmat, á undan höfðum við gengið aðeins um bæinn... sáum reyndar ekkert merkilegt.. einhvern veginn náðum við að forðast markverðustu hlutina.. ég hafði samt mikinn áhuga að stoppa við geimverutjaldið og taka smá dansspor en ákvað svo að hlífa gangandi vegfarendum og náði að hemja sjálfa mig með herkjum! Síðar um kvöldið var svo gripið í Buzz (víst hallærislegt samkvæmt boðflennunum en við skemmtum okkur ágætlega yfir þessu :) ), kíktum á flugeldasýninguna og höfðum það gott.. allt með ró og spekt!

Auður mín er að flytja til Ítalíu 19 september :( Hennar verður sárt saknað.. það er einsgott að við náum að halda eitt almennilegt tarotkvöld áður en Íris fer! Hún fer í lok mánaðarins :( Heba er flutt austur
Eru bara ALLIR að yfirgefa mig??? Þetta er orðið skuggalegt!

Hvað um það.. ég er bjartsýn manneskja... kannski langar mig bara ekkert að umgangast ykkur.. kannski er það ég sem er að "senda" ykkur í burtu, ha!! Veltið þessu fyrir ykkur!!

We belong together

Gavin Degraw... ég er búin að vera með þetta lag á heilanum í marga daga núna... æðislegt.. ef einhver á það endilega látið mig vita!

We belong together,
like the open seas and shores.
wedded by the planet force,
we've all been spoken for.


The hammer may strike, be dead on the ground.
a net to my hand, a cross on his crown.
we're done if, who we're undone,
finished if who we are incomplete.
as one we are everything,
we are everything we need.

we belong together,
like the open seas and shores,
wedded by the planet force,
we've all been spoken for

What good is a life, with no one to share,
the light of the moon, the honor of a swear.
we can try to live the way in which you speak,
taste the milk of your mother earth's love,
spread the word of consciencness you see,
we are everything we need

We belong together,
like the open seas and shores.
wedded by the planet force,
we've all been spoken for.

All this indecision,
all this independent strength,
still, we've got our hearts on safe,
we've got our hearts on safe.

someday when you're lonley,
sometime after all this bliss,
somewhere lost in emptiness,
I hope you find this gift...
I hope you find this gift...
I hope you find this gift.

föstudagur, ágúst 04, 2006

Bloggletin á sér skýringu! Ég er mjög áhrifagjörn og þar sem það er frekar blogglatt fólk í kringum mig í augnablikinu þá hefur það í för með sér fáar og innantómar færslur hjá mér sjálfri! Hvernig væri nú að breyta þessu? Ég hvet fólk til að fara að blogga aftur! En þar til verður lítið um blogg hjá mér!!

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Árinu eldri

Og einum degi betur! Ég vil bara þakka kærlega fyrir allar hamingjuóskirnar sem ég fékk í gær :) allar voru þær kærkomnar þó ein hafi skorið sig verulega úr hópnum :P Dagurinn var tiltölulega rólegur, við Anna skruppum í bíó á Pirates of the Caribbean og svo fórum við og hittum Ellen, Söru og fleiri á Kaffibrennslunni, þaðan fórum við á Belly's. Mjög notalegt bara :)

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Anna er komin heim! Það er byrjað að húma allverulega, tók eftir því þegar ég keyrði eftir Reykjanesbrautinni seint í gærkvöldi að nú er minn uppáhaldsárstími að ganga í garð :) ! Ég er ánægð :)

Sunday Bloody Sunday

Bush hefur ákveðið að feta nýjar slóðir.