Blogg
Einhverjir (samt alltof fáir *hint*) hafa verið að væla um bloggfærslu! Það er voða erfitt að blogga þegar maður hefur ekkert að segja!! Lífið gengur sinn vanagang... Robin hennar Önnu kemur til okkar núna á miðvikudag og verður fram í byrjun september en þá fara þau bæði út til Bretlands! :( Auðvitað á að skilja mig eftir hér á þessum guðsvolaða klaka.. aleina með tvo ketti.. reyndar bara þar til í lok september en mér er sama!!! ALEIN!! Já... svona er lífið harkalegt stundum!!
En hvað um það.. Menningarnótt kom og fór.. Netverjinn bauð okkur Menngóliðum í þennan yndæliskvöldmat, á undan höfðum við gengið aðeins um bæinn... sáum reyndar ekkert merkilegt.. einhvern veginn náðum við að forðast markverðustu hlutina.. ég hafði samt mikinn áhuga að stoppa við geimverutjaldið og taka smá dansspor en ákvað svo að hlífa gangandi vegfarendum og náði að hemja sjálfa mig með herkjum! Síðar um kvöldið var svo gripið í Buzz (víst hallærislegt samkvæmt boðflennunum en við skemmtum okkur ágætlega yfir þessu :) ), kíktum á flugeldasýninguna og höfðum það gott.. allt með ró og spekt!
Auður mín er að flytja til Ítalíu 19 september :( Hennar verður sárt saknað.. það er einsgott að við náum að halda eitt almennilegt tarotkvöld áður en Íris fer! Hún fer í lok mánaðarins :( Heba er flutt austur
Eru bara ALLIR að yfirgefa mig??? Þetta er orðið skuggalegt!
Hvað um það.. ég er bjartsýn manneskja... kannski langar mig bara ekkert að umgangast ykkur.. kannski er það ég sem er að "senda" ykkur í burtu, ha!! Veltið þessu fyrir ykkur!!
En hvað um það.. Menningarnótt kom og fór.. Netverjinn bauð okkur Menngóliðum í þennan yndæliskvöldmat, á undan höfðum við gengið aðeins um bæinn... sáum reyndar ekkert merkilegt.. einhvern veginn náðum við að forðast markverðustu hlutina.. ég hafði samt mikinn áhuga að stoppa við geimverutjaldið og taka smá dansspor en ákvað svo að hlífa gangandi vegfarendum og náði að hemja sjálfa mig með herkjum! Síðar um kvöldið var svo gripið í Buzz (víst hallærislegt samkvæmt boðflennunum en við skemmtum okkur ágætlega yfir þessu :) ), kíktum á flugeldasýninguna og höfðum það gott.. allt með ró og spekt!
Auður mín er að flytja til Ítalíu 19 september :( Hennar verður sárt saknað.. það er einsgott að við náum að halda eitt almennilegt tarotkvöld áður en Íris fer! Hún fer í lok mánaðarins :( Heba er flutt austur
Eru bara ALLIR að yfirgefa mig??? Þetta er orðið skuggalegt!
Hvað um það.. ég er bjartsýn manneskja... kannski langar mig bara ekkert að umgangast ykkur.. kannski er það ég sem er að "senda" ykkur í burtu, ha!! Veltið þessu fyrir ykkur!!
3 Comments:
Vííííí loksins blogg!!!
Já held þú sért að senda okkur öll í burtu. Vilt halda einhverju útaf fyrir þig og ert að passa að við vitum ekki hvað það er!!Hmmmmm ....Robin er að koma Robin er að koma!! hehehe:P
By Anna, at 8:24 f.h.
Sko mína, bara búin að blogga! Glæsilegt! :)
Kveðja,
Magga
By Nafnlaus, at 3:10 e.h.
Loksins loksins kom blogg !! Jeijj :)
Hehehe humm Alda mín, þú ert nú öll svo dulræn og stundum að spá í bolla. Kannski ertu eitthvað meira (hver veit) og setur á okkur álög og sendir okkur í burtu.... Það má spá í því !
By Nafnlaus, at 9:49 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home