Aldan

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Magni the Magnificent

Auðvitað stóð til að nota tækifærið í nótt og kjósa Magna svona fyrst maður átti nú að vaka en svo ákvað Fyrirtækið að tilnefna okkur næturvaktina sem fulltrúa fyrirtækisins og eigum við núna að kjósa Magna fyrir hönd þess og telja atkvæðin svo hægt sé nú að gorta yfir þessum hundruðum atkvæða sem við hyggjumst veita honum í kvöld! Fékk hvorki meira né minna en 6 tölvupósta í dag varðandi þetta málefni og svona til að koma manni í gírinn þá ákvað Fyrirtækið líka að splæsa á okkur mat og drykk svona til að halda okkur í lagi meðan við kjósum! Ekki amalegt það!

Ég sé að ég á að vinna líka á þriðjudaginn í næstu viku, spurning hvort þetta verði ekki vikulegt ef við stöndum okkur vel ;)


Það hafa þó vaknað grunsemdir varðandi raunverulega ástæðu þessar góðvildar Fyrirtækisins. Traustar heimildir eru fyrir því að Stóra-Loppa, stóra systir Loppu hinnar sálugu, sé farin á stjá, leitandi hefndar á afdrifum systur sinnar!

2 Comments:

  • ég fékk ekki einn einasta tölvupóst

    kv. vesturbæingurinn

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:06 f.h.  

  • Frá vinnunni :P

    By Blogger Aldan, at 2:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home