Aldan

sunnudagur, júlí 30, 2006

Kveðjupartý fyrir Danmerkurfarann!

Við Herfurnar hittust í gær til að kveðja Ástu okkar sem er að flytja til Danmerkur! Eins og ávallt varð kvöldið skrautlega skemmtilegt ;) Ég hafði þó ekki brjóst í mér að setja safaríkustu á bloggið, þið verðið bara að koma í heimsókn og kíkja á þetta hjá mér ;) Hanna og Arna áttu góða spretti og eru sigurvegarar í þeim flokki ;) Takk æðislega fyrir kvöldið, þetta var gaman :)
Ásta Björk, Danmerkurfari!
Magga Módel
Hanna og kúturinn!
Já stelpur! Útskýrið! :)

Herfurnar mínus 3 :)
Arna í fíling!
Hanna á Hressó!
Bið eftir pizzum fyrir utan Devitos!

föstudagur, júlí 28, 2006

A surreal moment

Ég upplifði einkennilegt augnablik í dag, ég var á flakki í bænum þegar ég rak augun í einn mesta villing æsku minnar keyrandi barnavagn!! Auðvitað gæti þetta hafa verið barn Rósumaríu í vagninum en þetta var samt súrrealískt! Að þessu kvikindi skuli hafa verið leyft að fjölga sér!!!?? Í gamla daga hefði sko verið klippt á litla bibbann og komið í veg fyrir útbreiðslu þessara gena! Ég er ekki bjartsýn á að stráklingurinn hafi breyst með tímanum, né bróðir hans! Báðir afsprengi djöfulsins!


Nei, þessir aðilar eru ekki úr Breiðholtinu ;)

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Hversu traustvekjandi er það þegar flugfélag setur hæfniskröfu um 200 m sundfærni sem skilyrði til umsóknar?

Dagur 3

Og ég er enn á lífi! Búin að stinga í 2 vélar og ryksuga, þá eru heimilisverkin upptalin að mestu leyti.. hef ekkert eldað fyrir sjálfa mig, bara fisk fyrir kettina! Var sniðug og lét bara Netverjann koma og elda fyrir mig og Hönnu á sunnudag! Ýmislegt á planinu, tarotklúbburinn í sumarbústað, kveðjupartý Dollunnar og annað fleira skemmtilegt! Bloggletin er í hámarki! Later!

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Heima á ný

Ég er þá komin aftur til landsins eftir vikudvöl í útlandinu. Þetta var alveg stórfín ferð þrátt fyrir að ég hafi þurft að takast á við ýmislegt misspaugilegt í ferðinni! Það var rosalega vel tekið á móti mér og ævintýrin voru mörg! Náði að sjá þó nokkuð af Suður-Noregi, sérstaklega á svæðinu milli Lyngdal, Mandal og Kristiansand, keyrði meira að segja upp að Stavanger og við tókum ferju inn í einn dalinn! Ferðin tók 12 klst og innihélt óteljandi göng og beygjur, ég held ég sé búin að átta mig á ástæðunni afhverju Norðmenn virka alltaf skakkir hehe! Við fórum að veiða, á ströndina, í göngutúra, héldum partý og grilluðum. Þetta var yndislegt, ég nenni samt ekki að tjá mig meira um þetta í bili, hef hugann við annað þessa stundina! Kom heim á föstudag, kíkti til Hönnu á laugardag, sú heimsókn endaði með óminni, brúnkuflekkjum og rassbroti! Veit ekki hvenær ég hætti mér þangað inn aftur! Aðrar fréttir eru þær að ég verð mjög líklega ein heima um stund vegna útferða og innferða annarra heimilismeðlima. Það verður fínt!

mánudagur, júlí 17, 2006

Noregur 2!

Útsýnið frá bryggjunni, það á eftir að sitja í mér í langan tíma! Þvílík fegurð!
Nei, Sonja er ekki drukkin þarna, bara smá þunn. Hún var að dansa við tónlistina hennar Leoncie sem gerði svaka lukku í partýinu kvöldinu áður!
Let's get the party started! Sarah með fyrsta Tequila skot kvöldsins!
Dan Inge með steikina sína!!

Noregur

Ég hélt að skipstjórinn myndi taka Titanic á þetta, en sem betur fer þá var þetta vel æft hjá honum! Hann bakkaði svo út eftir að hafa hrætt úr manni líftóruna!
Sonja systir Ellen og Dan Inge stjúpbróðir hennar.
Ellen og Sara að veiða!
Sumarhúsið fræga ;)

Fljótt skipast veður í lofti

Bloggfærsla á leiðinni! Kemur í kvöld ef bossinn leyfir og þá er ég ekki að tala um yfirmanninn!!

sunnudagur, júlí 02, 2006

Hann Robin Williams er brilliant!

Sjaldan fara sköllóttir í hár saman!

Ég verð að muna það næst að taka frí þegar Landsmót er haldið! Ekki því mig langi til að fara heldur leiðist mér að þurfa að sinna þessum drukknu viðskiptavinum! Eru allir hestamenn upp til hópa fyllibyttur? Ég er farin að halda að þessu fólki sé gefinn peli í æsku sem þau skilja síðan ekki við sig það sem eftir er, og ég er ekki að meina mjólkurpela! Já, ég er smá pirruð! En ég hugga mig við það að það eru bara 2 vaktir eftir og svo er ég komin í gott sumarfrí aftur. Noregur eftir nokkra daga! Jibbí!

Við stelpurnar í Menngó skelltum okkur í smá road trip upp í Borgarfjörð í síðustu viku. Kalli og Ögmundur buðu okkur í grill upp í bústað og við áttum þar virkilega notalega kvöldstund. Góður matur og góður félagsskapur, það er ekki hægt að biðja um meira. Verst hvað ég varð slöpp eftir því sem leið á kvöldið og ég hélt ég myndi bara ekki hafa heimferðina af, en jú, Hanna kom mér á leiðarenda um tvö leytið eftir vænan skammt af íslenskri sumartónlist á heimleiðinni!

Þrátt fyrir lítinn sem engan svefn undanfarna daga er á planinu að fara hinn Gullna hring í dag með Robin og Önnu. Við sjáum hvernig það gengur, í versta falli sef ég ferðina af mér!

Er ekki ágætt að enda þetta eins og ég byrjaði með smá visku úr brunni Dísu Dulu!
Betra er að drepa tímann en sjálfan sig!