Aldan

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Heima á ný

Ég er þá komin aftur til landsins eftir vikudvöl í útlandinu. Þetta var alveg stórfín ferð þrátt fyrir að ég hafi þurft að takast á við ýmislegt misspaugilegt í ferðinni! Það var rosalega vel tekið á móti mér og ævintýrin voru mörg! Náði að sjá þó nokkuð af Suður-Noregi, sérstaklega á svæðinu milli Lyngdal, Mandal og Kristiansand, keyrði meira að segja upp að Stavanger og við tókum ferju inn í einn dalinn! Ferðin tók 12 klst og innihélt óteljandi göng og beygjur, ég held ég sé búin að átta mig á ástæðunni afhverju Norðmenn virka alltaf skakkir hehe! Við fórum að veiða, á ströndina, í göngutúra, héldum partý og grilluðum. Þetta var yndislegt, ég nenni samt ekki að tjá mig meira um þetta í bili, hef hugann við annað þessa stundina! Kom heim á föstudag, kíkti til Hönnu á laugardag, sú heimsókn endaði með óminni, brúnkuflekkjum og rassbroti! Veit ekki hvenær ég hætti mér þangað inn aftur! Aðrar fréttir eru þær að ég verð mjög líklega ein heima um stund vegna útferða og innferða annarra heimilismeðlima. Það verður fínt!

6 Comments:

  • Velkomin heim!! :)
    Loksins kom færsla frá þér!

    Flottar myndir!

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:18 f.h.  

  • Er ekki málið að hafa eitt stykki saumo??? : )
    Solla bolla og támína!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:12 e.h.  

  • Velkomin heim! Flottar myndirnar frá Noregi! :)

    Kv. Manga

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:02 e.h.  

  • Takk takk stelpur, Solla mín ég var akkurat búin að vera að spá í það ;) Finn hentugan tíma fljótlega!!

    By Blogger Aldan, at 3:58 e.h.  

  • Já já bara saumó án mín!!Tækifærið notað að maður skreppur af bæ....:P

    By Blogger Anna, at 4:13 e.h.  

  • Ég er öfundsjúk. Væri geðveikt til í smá frí núna. Sérstaklega þar sem það er vetur hér núna og sumar í Evrópu. Flotta myndir. Maður verður einhverntíman að skella sér til Noregs. Maður hálf skammast sín fyrir að hafa aldrei heimsótt neitt af Norðurlöndunum.

    By Blogger Olga, at 3:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home