Aldan

sunnudagur, júlí 02, 2006

Sjaldan fara sköllóttir í hár saman!

Ég verð að muna það næst að taka frí þegar Landsmót er haldið! Ekki því mig langi til að fara heldur leiðist mér að þurfa að sinna þessum drukknu viðskiptavinum! Eru allir hestamenn upp til hópa fyllibyttur? Ég er farin að halda að þessu fólki sé gefinn peli í æsku sem þau skilja síðan ekki við sig það sem eftir er, og ég er ekki að meina mjólkurpela! Já, ég er smá pirruð! En ég hugga mig við það að það eru bara 2 vaktir eftir og svo er ég komin í gott sumarfrí aftur. Noregur eftir nokkra daga! Jibbí!

Við stelpurnar í Menngó skelltum okkur í smá road trip upp í Borgarfjörð í síðustu viku. Kalli og Ögmundur buðu okkur í grill upp í bústað og við áttum þar virkilega notalega kvöldstund. Góður matur og góður félagsskapur, það er ekki hægt að biðja um meira. Verst hvað ég varð slöpp eftir því sem leið á kvöldið og ég hélt ég myndi bara ekki hafa heimferðina af, en jú, Hanna kom mér á leiðarenda um tvö leytið eftir vænan skammt af íslenskri sumartónlist á heimleiðinni!

Þrátt fyrir lítinn sem engan svefn undanfarna daga er á planinu að fara hinn Gullna hring í dag með Robin og Önnu. Við sjáum hvernig það gengur, í versta falli sef ég ferðina af mér!

Er ekki ágætt að enda þetta eins og ég byrjaði með smá visku úr brunni Dísu Dulu!
Betra er að drepa tímann en sjálfan sig!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home