Aldan

sunnudagur, september 25, 2005

Hvað er að frétta af mér? Ég er búin að vera veik í næstum viku, mjög skemmtilegt.. er núna búin að smita mömmu og Önnu! Missti einnig af Menngó hitting og Herfuhitting fyrir vikið!
Fór á fimmtudag til læknis í endurskoðun út af löppinni, borgaði lækninum 2990 kr fyrir að segja mér að það væri í lagi með fótinn á mér, hann hafði varla fyrir því að skoða hann né hlusta á mig! Þetta var ekki sá sami og sá sem tók á móti mér þegar ég fór 10 dögum áður til og bað mig vinsamlegast að koma aftur því það væri virkilega ástæða að athuga þetta betur! Þessi nýji vissi ekkert um hvað málið snerist enda stóð það ekki í skýrslunni og þar sem hann var hálftíma á eftir áætlun þá nennti hann ekki að hlusta á mig þegar ég var að reyna að útskýra málið fyrir honum. Daginn eftir byrjaði ég aftur að finna eins mikið fyrir löppinni og þegar ég fór í upphafi, ég hélt að íbúfenið hefði ekkert virkað, boy was I wrong! (svona fyrir þá sem ekki vita er málið að fyrir meira en mánuði síðan hef ég líklega misstigið mig og tognað og það hefur ekki lagast! Hata lækna, ekki samt tannlækna! Ég er að fara til eins á mánudag.. vil ekki að neitt "óvænt" komi fyrir!

Hvernig stendur á því að maður vaknar alltaf þegar eitthvað rosalega merkilegt er að fara að gerast í draumum manns!! Leyndardómar heimsins að fara að ljúkast upp fyrir manni og allt einu vaknar maður og á fær ekkert að vita!! Ég á það til að vakna í flestum tilvikum einni mínútu á undan vekjaraklukkunni, ég held þetta tvennt hljóti að tengjast! Undirmeðvitundin hlýtur að stjórna þessu, maður á aldrei að fá að vita neitt.. bara til að svekkja mann eins og sú staðreynd að líklega kemst maður aldrei að sönnum tilgangi lífsins!

fimmtudagur, september 22, 2005

Ég var klukkuð... ekki einu sinni heldur tvisvar... þannig ég verð að deila með ykkur 5 gagnslausum staðreyndum um sjálfa mig (ekki 10 takk fyrir) og klukka aðra!!

1. Ég byrjaði fyrst að lita hárið á mér þegar ég var 14 ára, sama ár fékk ég fyrsta tattúið mitt ;) (og eina)!

2. Ég vann ljóðasamkeppni í 10. bekk í grunnskóla, ég lét vinkonu mína lesa það upp fyrir fólkið því ég þorði því ekki sjálf.

3. Ég átti einu sinni kettling sem hét Sísí fríkar út! Það sýnir hversu mikið ég dáði Grýlurnar á þessum tíma!

4. Ég á 6 myndavélar og langar í fleiri (alvöru eins og Mörtu og Írisar)!

5. Ég var einu sinni í bekk þar sem við vorum bara þrjú í öllum árgangnum! Hinir tveir hétu báðir Jón! Það voru bara 19 krakkar í öllum skólanum!

Ég klukka Nínu, Völu, Hönnu, Ollý og Kalla í von um að hann byrji aftur að blogga!!

laugardagur, september 10, 2005

Við flytjum upp á Höfða! Já flytur upp á Stórhöfða! Þó það sé skárra en Kópavogur eða Garðabær þá er þetta ekki alveg það ákjósanlegasta, var að vonast eftir því að við myndum flytja nær miðbænum!! Eina góða við þetta er að þetta er þá nær Grafó! Það er líka komin dagsetning á Jólahlaðborðið, bara allt að gerast!!

Skólinn byrjaði í síðustu viku, út með 2 fög og inn með 2 fög! Þetta er verður áhugaverð önn, Hollywood söngleikir og fornenska ásamt fleiru áhugaverðu. Skólinn verður alltaf skemmtilegri þegar maður fær að velja sér fög. Er bara í valfögum á þessari önn. Videó á föstudögum ef kennarinn nær að kljúfa tæknivandann, sjaldan séð jafn tækniheftan einstakling!! Áttum t.d. að horfa á brot úr kvikmyndum á miðvikudaginn, fengum að sjá eitt (hljóðið kom með herkjum) en ekki þrjú eins og planað var. Á föstudaginn áttum við svo að fá að sjá The Gold Diggers of 1935, í staðinn var horft á The Broadway Melody þar sem videóið fékkst ekki til að virka, gaman gaman. Vonandi lagast þetta. Það verður ágætt að hafa stuðningspúða í sumum fögunum svona til tilbreytingar, er strax byrjuð að níðast á henni muhahaha!

Ég var að ljúka við Charlie and the Chocolate factory! Skil ekkert í mér að hafa ekki verið búin að lesa hana áður, eins og ég var mikill lestrarhestur þegar ég var krakki þá er alveg með ólíkindum að þessi bók skuli hafa farið framhjá mér! En hvað um það, alveg stórskemmtileg bók, hlakka til að sjá myndina (þó það verði á Videó Anna mín!!).


Mestu krútt í heimi!!!

miðvikudagur, september 07, 2005


Símon að þykjast vera Drakúla!!!