Skólinn byrjaði í síðustu viku, út með 2 fög og inn með 2 fög! Þetta er verður áhugaverð önn, Hollywood söngleikir og fornenska ásamt fleiru áhugaverðu. Skólinn verður alltaf skemmtilegri þegar maður fær að velja sér fög. Er bara í valfögum á þessari önn. Videó á föstudögum ef kennarinn nær að kljúfa tæknivandann, sjaldan séð jafn tækniheftan einstakling!! Áttum t.d. að horfa á brot úr kvikmyndum á miðvikudaginn, fengum að sjá eitt (hljóðið kom með herkjum) en ekki þrjú eins og planað var. Á föstudaginn áttum við svo að fá að sjá The Gold Diggers of 1935, í staðinn var horft á The Broadway Melody þar sem videóið fékkst ekki til að virka, gaman gaman. Vonandi lagast þetta. Það verður ágætt að hafa stuðningspúða í sumum fögunum svona til tilbreytingar, er strax byrjuð að níðast á henni muhahaha!
1 Comments:
Blog is informative . Dont't stop. I'm sure you'd be interested in How to buy & sell online gift on interest free credit; pay whenever you want.
By Nafnlaus, at 6:48 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home