Aldan

sunnudagur, september 25, 2005

Hvernig stendur á því að maður vaknar alltaf þegar eitthvað rosalega merkilegt er að fara að gerast í draumum manns!! Leyndardómar heimsins að fara að ljúkast upp fyrir manni og allt einu vaknar maður og á fær ekkert að vita!! Ég á það til að vakna í flestum tilvikum einni mínútu á undan vekjaraklukkunni, ég held þetta tvennt hljóti að tengjast! Undirmeðvitundin hlýtur að stjórna þessu, maður á aldrei að fá að vita neitt.. bara til að svekkja mann eins og sú staðreynd að líklega kemst maður aldrei að sönnum tilgangi lífsins!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home