Aldan

miðvikudagur, desember 31, 2003

Gleðilegt nýtt ár!!!!

þriðjudagur, desember 30, 2003

Ef ég væri hobbiti þá myndi ég heita Rosie-Posie Toadfoot of Frogmorton samkvæmt þessari síðu. En á álfatungu hefði ég verið skýrð Lúthien Míriel! Frekar kýs ég Rosie-Posie... hvað heitir þú?

sunnudagur, desember 28, 2003

Tvisvar heyrði ég þvagræsting í stað Fagræstingar! Eins gott að ég sagði ha í stað þess að endurtaka það sem ég heyrði! Ætli ég þurfi að láta spúla út eyrnamerginn??


Hann er svo flottur! Sá hann í City Slickers um daginn! Algjört krútt! Bara búin að sjá 5 myndir af 11 sem hafa komið út.. 2 á leiðinni!

Þá er ég einungis eftir að fjalla um jólabakstur, jólagjafir og ástarsögu Villimeyjunnar! Það er nú verr og miður að ég man ekki hvað ég ætlaði að tjá mig um það en ég er viss um að það var nú ekkert svo merkilegt frekar en annað sem ég tjái mig um hér á síðunni... veriði bara fegin!

Fartölvan mín er æðisleg!! Þvílíkur munur að hafa þetta tæki í prófunum! Held ég hafi komist yfir helmingi meira efni því ég þurfti ekki að handskrifa glósurnar eins og ég geri vanalega og tekur þvílíkt langan tíma! Ég bókstaflega elska hana... er það rangt?

Ellen bauð okkur Önnu á Texas Chainsaw Massacre í byrjun desember.. þessi mynd var alveg þrælgóð. Held mér hafi aldrei brugðið svona mikið á kvikmynd. Ég veit ekki hvort þetta sé aldurinn en mér er alltaf að verða meira illa við að horfa á svona hrollvekjur, ég sem elskaði þetta hér áður fyrr. En nóg um það, myndin var bæði spennandi og ógeðsleg. Það sem mér þótti nú verst við þetta var skrýtni kallinn sem sat fyrir aftan mig. Það var ekki út af því að hann væri alltaf á iði heldur út af því að hann var sífellt að tala við sjálfan sig. Og hann var ekkert að reyna að fela það heldur nógu hátt til þess að ég heyrði og flestir á næstu bekkjum við hliðina. Kannski var hann ekki að tala við sjálfan sig.. kannski var hann að tala við mig eða ósýnilegan vin í sætinu við hliðina? Hver veit.. ? Ekki ég, og Ellen greyið flúði í hlénu og settist hinum megin við Önnu þannig að ef hann hefði ákveðið að draga upp keðjusög og myrða alla þá hefði hann byrjað á mér!!!!

Hóhóhó! Gleðileg jól!

Búin í prófunum... búin að fá 2 einkunnir... jólin búin.. nei ok kannski ekki alveg. Hafði það mjög gott yfir jólin. Eyddi Þorláksmessu á flakki, fórum og keyrðum út nokkra pakka. Fórum svo í smá heimsókn til Gunnu frænku, þaðan til Ingu frænku og kíktum á kettlingana hennar.... algjörar dúllur, 4 hvítir og svo einn bröndóttur. Ef ykkur langar í kisu þá megiði tala við mig! Á aðfangadag fór ég seinnipartinn til múttu þar sem ég eyddi kvöldinu í góðu yfirlæti. Man ekki hvenær ég tók þessu svona rólega, yfirleitt verið að vinna eða dreift kvöldinu á 2-3 staði. Stressleysið er hálf-skerý!! Fékk flottan mat, ágætis gjafir (bækur, geisladisk, armband, ilmvötn, tösku undir fartölvuna, styttur og ýmislegt fleira). Jóladag eyddi ég í náttfötunum, skemmti mér stórvel í Sims, borðaði afganga og lá í leti! Þvílíkt og annað eins... man ekki eftir svona rólegum og afslöppuðum jólum. Á annan í jólum komu svo Gunna, Aggi og Ingó í mat.... mamma verður alltaf að vera smá öðruvísi og bauð upp á Fajitas.. hehe.. einhver sá ójólalegasti matur sem hægt er að bjóða upp á... en það virkaði. Allir fóru út sælir og sáttir.....

miðvikudagur, desember 10, 2003

PRÓFLESTUR TIL 19

Málefni sem ég mun síðar taka fyrir:

Skrýtni kallinn á Texas Chainsaw Massacre myndinni
Jólabakstur og Jólagjafir..
Próflesturinn og Fartölvan :)
og Rauða Ástarsería Villimeyjunnar

mánudagur, desember 01, 2003

Mæli með Old school! Sá hana um daginn, geðveik lög í henni... langar í diskinn í jólagjöf (bara svo þið vitið)! Takið eftir hljómsveitinni sem er að spila í brúðkaupinu! híhí... þið eigið eftir að sjá og heyra hvað ég meina!

My inner child is sixteen years old today

My inner child is sixteen years old!


Life's not fair! It's never been fair, but while
adults might just accept that, I know
something's gotta change. And it's gonna
change, just as soon as I become an adult and
get some power of my own.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

Ég er dugleg! :)

Inspector Parker er alveg frábær leikur!! Mæli með að þið niðurhalið honum! Morðingjaleikur, hver drap hvern með hvaða vopni og hvernig losaði hann sig við líkið???? Þarft að komast að því í hvaða herbergjum fólkið, morðvopnin og sönnunargögnin eru!! Í líkingu við Clue en bara helmingi skemmtilegra!

Markaðsrannsóknir mínar ganga bara vel. Hlutir sem myndu auðvelda fólki lífið, flestir merktu við Áfengi án þynnku í byrjun en nú þegar nær dregur prófum hafa flestir merkt við ljósmyndaminni (photographic memory)! Skemmtileg breyting þarna á ferð! Fólk byrjað að naga handabökin af! Ófitandi súkkulaði og ljósgeislaflutningar eru líka frekar vinsælir! Góður listi fyrir tilvonandi uppfinningamenn! Lítið eftir nýrri könnun!!

Hvernig væri að skrifa í gestabókina! Ég er komin með hátt upp í 10þús gesti og einungins 10 færslur í gestabókinni!! Þetta gengur ekki! Ekki vera hrædd við gestabókina, hún bítur ekki! Það er bara ég sem bít! Leiðbeiningar fyrir blinda, heyrnarlausa og mállausa! Gestabókin er undir dulnefninu Gestapó(k) og er í dálknum Gaman hér til hægri á síðunni! Þetta gæti bara ekki verið einfaldara! Leitið og þér munið finna, og skrifið annars mun plága setjast á hús ykkar!

Kemur miklu flottara út í Rómeó og Júlíu!

Menngó fór í sumarbústaðarferð fyrir rúmri viku síðan! Ferðin byrjaði á því að við fundum ekki bústaðinn, mér leið eins og við værum ein í heiminum. Myrkur, fullt af bústöðum, hvergi bústaðurinn okkar. Keyrðum afleggjarann út í enda, snerum svo við til að byrja upp á nýtt og viti menn.... okkar bústaður var númer 1. Fékk svona smá Chucky fíling þegar ég labbaði upp að honum, lítið hús og róla við hliðina. Lítil rauðhærð dúkka hefði getað verið búin að búa sér til heimili þarna. Hanna var fljót að komast að því að klóstið var klikk. Þegar við opnuðum svo ísskápinn gaus svo þvílík myglulykt upp úr honum en þá höfðu fyrri búendur slökkt á honum og allt orðið grænt í botninum. Gamall sokkur og pilluglas skilin eftir á glámbekk. Við gerðum gott úr þessu og spiluðum smá og fórum í háttinn. Við komumst líka að því að ekki var hægt að láta renna lengi í vaskinn því þá kom sull upp úr niðurfallinu og ekki hægt að fara í sturtu því allt var stíflað!

Á laugardeginum vöknuðum við frekar snemma, kíktum í Kerið, já löbbuðum í kringum það. Keyrðum á Eyrarbakka, kíktum á Litla Hraun. Fórum svo til Stokkseyri þar sem við skoðuðum Nornasetrið sem var þvílíkt flott og mæli með fólki sem hefur áhuga á draugasögum og slíku að fara þangað. Dáldið dýrt, 1400 kr en þetta er flottasta safnið á Íslandi til þessa! Ef ég hefði ekki fengið blóðnasir í miðri ferðinni þá hefði ég örugglega notið þess miklu betur, missti af nokkrum sögum út af því!
Karl eldaði indælis Lasagna og við höfðum það bara næs um kvöldið.
Á sunnudeginum á meðan við þrifum voru litlar hagamýs að leika sér fyrir utan bústaðinn! Dúllurnar komu næstum alveg upp að bústaðinum til að sitja fyrir á myndum hjá okkur Hönnu.

Nú er bara 1 sumarbústaðarferð eftir á dagskránni! Get ekki beðið :P

Herbergið mitt er það lítið að ég þurfti að gera mér sér ferð niður á Skúló með spil, því það var ekki pláss fyrir þau upp frá!!! Núna í síðustu viku var vegna veikinda ekki neitt tekið til og núna er ruslmagnið í hámarki! 5 teppi liggja hingað og þangað um herbergið, stór hvítur bangsi eyðir ævidögum sínum á drullugu gólfinu (þarfnast ættleiðingar), leiðslur út um allt (hleðslusnúrur, framlengingarsnúrur og fleira), skólabækur alls staðar! Mig hryllir við tilhugsunina að þurfa að stíga fæti þangað aftur inn! Ryklagið er orðið það þykkt að ef þú vilt anda eðlilega þarna inni þá þarftu að koma með gasgrímu! Amma gerir stöðugt grín að þessu og strýkur með puttanum yfir rykið. Stundum skrifar hún nafnið sitt líka! Ég segi bara skítt með það!!! Ég var veik.. hver vill koma og taka til??? Borga illa og þið þurfið að koma sjálf með hreinsilög!

Og já... svo liggur hræið af öðrum inniskónum mínum einhvers staðar þarna í öllu draslinu eftir að Prins náði í hann! Hann getur bara ekki látið skóna mína í friði!