Aldan

sunnudagur, desember 28, 2003

Ellen bauð okkur Önnu á Texas Chainsaw Massacre í byrjun desember.. þessi mynd var alveg þrælgóð. Held mér hafi aldrei brugðið svona mikið á kvikmynd. Ég veit ekki hvort þetta sé aldurinn en mér er alltaf að verða meira illa við að horfa á svona hrollvekjur, ég sem elskaði þetta hér áður fyrr. En nóg um það, myndin var bæði spennandi og ógeðsleg. Það sem mér þótti nú verst við þetta var skrýtni kallinn sem sat fyrir aftan mig. Það var ekki út af því að hann væri alltaf á iði heldur út af því að hann var sífellt að tala við sjálfan sig. Og hann var ekkert að reyna að fela það heldur nógu hátt til þess að ég heyrði og flestir á næstu bekkjum við hliðina. Kannski var hann ekki að tala við sjálfan sig.. kannski var hann að tala við mig eða ósýnilegan vin í sætinu við hliðina? Hver veit.. ? Ekki ég, og Ellen greyið flúði í hlénu og settist hinum megin við Önnu þannig að ef hann hefði ákveðið að draga upp keðjusög og myrða alla þá hefði hann byrjað á mér!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home