Herbergið mitt er það lítið að ég þurfti að gera mér sér ferð niður á Skúló með spil, því það var ekki pláss fyrir þau upp frá!!! Núna í síðustu viku var vegna veikinda ekki neitt tekið til og núna er ruslmagnið í hámarki! 5 teppi liggja hingað og þangað um herbergið, stór hvítur bangsi eyðir ævidögum sínum á drullugu gólfinu (þarfnast ættleiðingar), leiðslur út um allt (hleðslusnúrur, framlengingarsnúrur og fleira), skólabækur alls staðar! Mig hryllir við tilhugsunina að þurfa að stíga fæti þangað aftur inn! Ryklagið er orðið það þykkt að ef þú vilt anda eðlilega þarna inni þá þarftu að koma með gasgrímu! Amma gerir stöðugt grín að þessu og strýkur með puttanum yfir rykið. Stundum skrifar hún nafnið sitt líka! Ég segi bara skítt með það!!! Ég var veik.. hver vill koma og taka til??? Borga illa og þið þurfið að koma sjálf með hreinsilög!
Og já... svo liggur hræið af öðrum inniskónum mínum einhvers staðar þarna í öllu draslinu eftir að Prins náði í hann! Hann getur bara ekki látið skóna mína í friði!
Og já... svo liggur hræið af öðrum inniskónum mínum einhvers staðar þarna í öllu draslinu eftir að Prins náði í hann! Hann getur bara ekki látið skóna mína í friði!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home