Aldan

mánudagur, desember 01, 2003

Menngó fór í sumarbústaðarferð fyrir rúmri viku síðan! Ferðin byrjaði á því að við fundum ekki bústaðinn, mér leið eins og við værum ein í heiminum. Myrkur, fullt af bústöðum, hvergi bústaðurinn okkar. Keyrðum afleggjarann út í enda, snerum svo við til að byrja upp á nýtt og viti menn.... okkar bústaður var númer 1. Fékk svona smá Chucky fíling þegar ég labbaði upp að honum, lítið hús og róla við hliðina. Lítil rauðhærð dúkka hefði getað verið búin að búa sér til heimili þarna. Hanna var fljót að komast að því að klóstið var klikk. Þegar við opnuðum svo ísskápinn gaus svo þvílík myglulykt upp úr honum en þá höfðu fyrri búendur slökkt á honum og allt orðið grænt í botninum. Gamall sokkur og pilluglas skilin eftir á glámbekk. Við gerðum gott úr þessu og spiluðum smá og fórum í háttinn. Við komumst líka að því að ekki var hægt að láta renna lengi í vaskinn því þá kom sull upp úr niðurfallinu og ekki hægt að fara í sturtu því allt var stíflað!

Á laugardeginum vöknuðum við frekar snemma, kíktum í Kerið, já löbbuðum í kringum það. Keyrðum á Eyrarbakka, kíktum á Litla Hraun. Fórum svo til Stokkseyri þar sem við skoðuðum Nornasetrið sem var þvílíkt flott og mæli með fólki sem hefur áhuga á draugasögum og slíku að fara þangað. Dáldið dýrt, 1400 kr en þetta er flottasta safnið á Íslandi til þessa! Ef ég hefði ekki fengið blóðnasir í miðri ferðinni þá hefði ég örugglega notið þess miklu betur, missti af nokkrum sögum út af því!
Karl eldaði indælis Lasagna og við höfðum það bara næs um kvöldið.
Á sunnudeginum á meðan við þrifum voru litlar hagamýs að leika sér fyrir utan bústaðinn! Dúllurnar komu næstum alveg upp að bústaðinum til að sitja fyrir á myndum hjá okkur Hönnu.

Nú er bara 1 sumarbústaðarferð eftir á dagskránni! Get ekki beðið :P

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home