Aldan

sunnudagur, desember 28, 2003

Hóhóhó! Gleðileg jól!

Búin í prófunum... búin að fá 2 einkunnir... jólin búin.. nei ok kannski ekki alveg. Hafði það mjög gott yfir jólin. Eyddi Þorláksmessu á flakki, fórum og keyrðum út nokkra pakka. Fórum svo í smá heimsókn til Gunnu frænku, þaðan til Ingu frænku og kíktum á kettlingana hennar.... algjörar dúllur, 4 hvítir og svo einn bröndóttur. Ef ykkur langar í kisu þá megiði tala við mig! Á aðfangadag fór ég seinnipartinn til múttu þar sem ég eyddi kvöldinu í góðu yfirlæti. Man ekki hvenær ég tók þessu svona rólega, yfirleitt verið að vinna eða dreift kvöldinu á 2-3 staði. Stressleysið er hálf-skerý!! Fékk flottan mat, ágætis gjafir (bækur, geisladisk, armband, ilmvötn, tösku undir fartölvuna, styttur og ýmislegt fleira). Jóladag eyddi ég í náttfötunum, skemmti mér stórvel í Sims, borðaði afganga og lá í leti! Þvílíkt og annað eins... man ekki eftir svona rólegum og afslöppuðum jólum. Á annan í jólum komu svo Gunna, Aggi og Ingó í mat.... mamma verður alltaf að vera smá öðruvísi og bauð upp á Fajitas.. hehe.. einhver sá ójólalegasti matur sem hægt er að bjóða upp á... en það virkaði. Allir fóru út sælir og sáttir.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home