Aldan

mánudagur, ágúst 08, 2005

Já... þá er maður orðinn 25 ára!! Aldarfjórðungsgömul... úff...

Átti alveg frábæra viku!! Eyddi afmælisdegisdeginum í faðmi fjölskyldunnar.. svaf meiri hluta dagsins af mér... enda nýkomin af 13 daga vinnutörn. Við grilluðum helgarsteik og horfðum á videó.. voða kósý bara!! Mamma og Anna eru alltaf jafn klikkaðar... það var greinilega ekki nóg að hafa gefið mér "stóra" fyrirframgjöf í apríl.. heldur gáfu þær mér líka tvíbreiða sæng og sængurföt og svo tíma hjá honum Hermundi Rósinkranz!!!

Á þriðjudag fór ég svo í mat til ömmu og afa... alltaf gaman hjá þeim! Um kvöldið kom svo Tarothópurinn til mín... mínus Íris sem er að spóka sig á Ítalíu!! Alltaf fjör þegar Auddan og Hjöddan eru til staðar!

Á miðvikudag horfðum við Anna loksins á lokaþættina af Lost (Íris, þetta tók bara 2 mánuði!!!), svo pökkuðum við niður videóspólum með hjálp Lilju sem kom í smá heimsókn!

Á fimmtudag fór ég til hans Hermundar... æji.. veit ekki... var ekkert alltof spennt... hann er enginn spámiðill.. góður talnaspekingur en enginn spámiðill.. ekki að mínu mati.. er örugglega of krítísk á þetta!
Um kvöldið komu svo Fellógellurnar til mín!! Horfðum á Dirty Dancing og fengum okkur Eldsmiðjupizzu.... bara rólegt og næs...

Á föstudag hélt mín sko síðan smá afmælis- og útflutningspartý... síðustu fóru heim um hálf fjögur... svaka stuð.. singstar og alles!! Ég þakka bara kærlega fyrir mig!! :)

Á laugardag var gerð heiðarleg tilraun til að keyra norður... en eitthvað kom fyrir bílinn í göngunum... hann hefur fengið panic kast og við ætluðum varla að komast upp brekkuna... kannski var það Michael Jackson sem fór með hann... en alla vega, við snerum við eftir stutt stopp á Akranesi, það var ekki þorandi að halda áfram! Aumingja Anna missti af brúðkaupi og dansleik fyrir vikið :(
En í staðinn áttum við alveg ágætt kvöld bara heima...

Sunnudagurinn fór í það að moka út úr geymslunni og svo raða inn í hana aftur! Útkoman var einn og hálfur bíll sem fór í Sorpu (hálfur enn á leiðinni) og svo 7 svartir pokar af fötum sem fara annað!! Geymslan er næstum tóm!! Svo var það Menngó hittingur á Café Paris... allt of langt síðan síðast! Og svo var ég mætt í vinnu kl 22...

Næstu dagar fara í sorteringu, vinnu og próflestur... ekki beint eitthvað til að hlakka til en svona er víst lífið...!!

Back to life.. back to reality...

3 Comments:

  • Fös. kvöldið var bara helv. skemmtilegt.

    Singstar... never again;)

    nema kannski í næsta lífi.

    ahem... amateur og wannabe.

    kv. Hanna

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:19 f.h.  

  • Byrjar ekki næsta líf fljótlega.. ég er nefnilega alveg til í annað partý bara á næstu vikum!!!
    ;)

    By Blogger Aldan, at 3:55 f.h.  

  • (Betra seint en aldrei) Innilega til hamingju með afmælið sem þú áttir. Vonandi var dagurinn alveg fab...

    By Blogger Unknown, at 12:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home